Edwin van der Sar markvörður Manchester United vonast til sleppa við að mæta Chelsea og Tottenham þegar dregið verður til átta liða úrslitanna í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á föstudaginn.
,,Ég vil frá lið utan Englands þannig að ég vonast til að sleppa við að mæta Tottenham og Chelsea,“ sagði Van der Sar.
Hollendingurinn, sem verður 41 árs gamall á þessu ári, hefur ákveðið að leggja markmannshanskana á hilluna í sumar. Hann vonast til að kveðja félagið með titlum en United er í baráttunni á þrennum vígstöðvum, ensku úrvalsdeildinni, bikarkeppninni og Meistaradeildinni.
,,Markmiðið er að kveðja með titlum og vonandi tekst það,“ segir Van der Sar en eini titillinn sem hann vantar í safnið er bikarmeistaratitillinn.