Chelsea og Manchester United mætast í átta liða úrslitum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu en dregið var til þeirra nú rétt í þessu. Tottenham etur kappi við nífalda Evrópumeistara Real Madrid og Barcelona, sem margir spá Evrópumeistaratitlinum, leika við Shakhtar Donetsk.
Manchester United og Chelsea mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Moskvu fyrir þremur árum þar sem United hafði betur í vítaspyrnukeppni.
Drátturinn í 8-liða úrslitunum:
Real Madrid - Tottenham
Chelsea - Manchester United
Barcelona - Shakhtar
Inter - Schalke
Leikirnir í átta liða úrslitunum fara fram 5/6. apríl og 12/13. apríl.
Drátturinn í undanúrslitunum:
Chelsea/Man Utd - Inter/Schalke
Real Madrid/Tottenham - Barcelona/Shahktar
Leikirnir í undanúrslitunum fara fram 26/27. apríl og 3/4. maí.
Úrslitaleikurinn fer svo fram laugardaginn 28. maí á Wembley leikvanginum í London.