Góðir útisigrar Íslendingaliðanna

Brynjar Björn Gunnarsson og félagar í Reading eru komnir í …
Brynjar Björn Gunnarsson og félagar í Reading eru komnir í slaginn um sæti í úrvalsdeildinni. Reuters

Íslendingaliðin QPR, Reading og Portsmouth unnu öll góða útisigra í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag og allir fimm Íslendingarnir voru í byrjunarliðum sinna félaga.

Heiðar Helguson lék í 80 mínútur með QPR sem vann Doncaster 1:0 á útivelli og jók forskot sitt á toppi deildarinnar í níu stig, er með 76 stig en Norwich 67 í öðru sæti.

Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn með Portsmouth sem vann Leicester 1:0 á útivelli og er í 13. sæti með 54 stig.

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson léku allan leikinn með Reading sem vann Barnsley 1:0 á útivelli og er í 7. sæti með 57 stig.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Coventry sem tapaði 2:1 fyrir botnliði Preston á útivelli og er dottið niður í 20. sæti með 42 stig, sjö stigum fyrir ofan fallsæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert