Man.Utd eykur forskotið í fimm stig

Steven Reid fagnar eftir að hafa komið WBA yfir gegn …
Steven Reid fagnar eftir að hafa komið WBA yfir gegn Arsenal. reuters

Tíu leikmenn Manchester United juku forskot sitt í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fimm stig í dag. Þeir knúðu fram 1:0 sigur á Bolton með marki Dimitars Berbatovs í lokin á meðan Arsenal gerði 2:2 jafntefli við WBA á útivelli eftir að hafa lent 2:0 undir.

Jonny Evans miðvörður Manchester United fékk rauða spjaldið gegn Bolton þegar 15 mínútur voru eftir. Dimitar Berbatov skoraði samt sigurmarkið á 87. mínútu. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn í vörn Bolton.

Arsenal var 2:0 undir þegar 20 mínútur voru eftir á The Hawthorns en jafnaði með mörkum frá Andrei Arshavin og Robin van Persie.

Manchester United er þá komið með 63 stig gegn 58 stigum hjá Arsenal, sem á leik til góða.

Miklar sviptingar voru í fallbaráttunni þar sem Wolves og Wigan unnu sína leiki en sitja þó áfram í fallsætum með Birmingham á milli sín. Nú skilja aðeins þrjú stig að Blackburn, sem er í 13. sæti, og Wigan sem er´i 20. og síðasta sæti.

15.00 MAN.UTD - BOLTON 1:0 - leik lokið

10.
Man.Utd hefði getað fengið vítaspyrnu. Javier Hernández með skot í höndina á Gary Cahill á markteig.
75. Jonny Evans miðvörður Man.Utd fær rauða spjaldið fyrir gróft brot á Stuart Holden. Boltonmaðurinn er með ljótan skurð á hnénu eftir takkana hjá Evans. 
85. Grétar Rafn Steinsson rétt búinn að leggja upp mark fyrir Bolton. Frábær fyrirgjöf og Matthew Taylor í dauðafæri en skallar beint á Edwin van der Sar í marki United.
88. Dimitar Berbatov skorar fyrir Man.Utd, 1:0. Nani með skot, Jaaskelainen ver en Búlgarinn fylgir á eftir og skorar. Manni færri.

Man Utd: Van der Sar, Brown, Smalling, Evans, Evra, Valencia, Carrick, Giggs, Nani, Rooney, Hernandez.
Varamenn: Kuszczak, Owen, Berbatov, Park, Fabio Da Silva, Gibson, Gill.
Bolton: Jaaskelainen, Steinsson, Wheater, Cahill, Robinson, Elmander, Holden, Muamba, Petrov, Kevin Davies, Sturridge.
Varamenn: Bogdan, Taylor, Klasnic, Moreno, Blake, Alonso, Lee.

Man.Utd er efst með 60 stig, Bolton er í 7. sæti með 40 stig.
Alex Ferguson situr í stúkunni, ekki á varamannabekknum, en hann byrjar í dag afplánun á 5 leikja hliðarlínubanni sínu.

15.00 WBA - ARSENAL 2:2 - leik lokið

3. Steven Reid
kemur WBA yfir, 1:0, með hörkuskalla eftir hornspyrnu frá Chris Brunt.
58. Peter Odemwingie kemur WBA í 2:0. Hann sendir boltann í tómt mark Arsenal af 25 m færi eftir misheppnað úthlaup hjá Manuel Almunia!
71. Andrei Arshavin minnkar muninn fyrir Arsenal, 2:1, með fallegu skoti eftir sendingu frá Marouane Chamakh.
78. Robin van Persie jafnar fyrir Arsenal, 2:2. Eða sjálfsmark hjá Meite. Arshavin með fyrirgjöf, boltinn fer í stöngina, þaðan í Meite, undir pressu frá van Persie, og í markið.

West Brom: Carson, Reid, Meite, Olsson, Shorey, Scharner, Mulumbu, Brunt, Morrison, Thomas, Odemwingie.
Varamenn: Myhill, Cech, Tchoyi, Fortune, Tamas, Cox, Jara.
Arsenal: Almunia, Sagna, Squillaci, Koscielny, Clichy, Wilshere, Denilson, Ramsey, Nasri, Arshavin, van Persie.
Varamenn: Lehmann, Rosicky, Eboue, Gibbs, Chamakh, Miquel, Bendtner.

WBA er í 17. sæti með 32 stig, Arsenal er í 2. sæti með 57 stig.

15.00 ASTON VILLA - WOLVES 0:1 - leik lokið

37. Matt Jarvis
kemur Wolves yfir, 0:1. Glæsilegt skot í stöng og inn eftir sendingu frá Kevin Doyle.

Aston Villa: Friedel, Walker, Cuellar, Baker, Herd, Albrighton, Reo-Coker, Makoun, Downing, Ashley Young, Bent.
Varamenn: Marshall, Pires, Agbonlahor, Bradley, Delph, Heskey, Petrov.
Wolverhampton: Hennessey, Foley, Stearman, Berra, Elokobi, Hammill, Henry, Milijas, O'Hara, Jarvis, Doyle.
Varamenn: Hahnemann, Craddock, Kightly, Ebanks-Blake, Fletcher, Ward, David Jones.

Aston Villa er í 13. sæti með 33 stig, Wolves er í 19. sæti með 29 stig.

15.00 STOKE - NEWCASTLE 4:0 - leik lokið

28. Jon Walters
kemur Stoke yfir, 1:0, með hörkuskalla eftir fyrirgjöf frá Jermaine Pennant.
46. Jermaine Pennant kemur Stoke í 2:0.
49. Danny Higginbotham kemur Stoke í 3:0.
90. Ricardo Fuller kemur Stoke í 4:0.

Stoke: Begovic, Wilson, Shawcross, Huth, Higginbotham, Pennant, Delap, Whelan, Etherington, Jones, Walters.
Varamenn: Sorensen, Collins, Fuller, Pugh, Diao, Whitehead, Wilkinson.
Newcastle: Harper, Coloccini, Williamson, Campbell, Jose Enrique, Simpson, Barton, Nolan, Tiote, Lovenkrands, Ameobi.
Varamenn: Krul, Guthrie, Gutierrez, Steven Taylor, Ranger, Ferguson, Kuqi.

Stoke er í 12. sæti með 34 stig, Newcastle er í 10. sæti með 36 stig.

15.00 BLACKBURN - BLACKPOOL 2:2 - leik lokið

27. Charlie Adam
kemur Blackpool yfir úr vítaspyrnu, 0:1.
29. Charlie Adam skorar aftur fyrir Blackpool, 0:2, með glæsilegu skoti úr aukaspyrnu.
49. Chris Samba minnkar muninn fyrir Blackburn, 1:2.
90. Junior Hoilett jafnar fyrir Blackburn, 2:2.

Blackburn: Robinson, Salgado, Samba, Nelsen, Olsson, Emerton, Nzonzi, Jermaine Jones, Diouf, Santa Cruz, Hoilett.
Varamenn: Bunn, Kalinic, Pedersen, Rochina, Mwaruwari, Phil Jones, Roberts.
Blackpool: Kingson, Baptiste, Cathcart, Evatt, Crainey, Grandin, Adam, Vaughan, Puncheon, Taylor-Fletcher, Varney.
Varamenn: Halstead, Southern, Eardley, Ormerod, Phillips, Reid, Beattie.

Blackburn er í 14. sæti með 32 stig, Blackpool er í 16. sæti með 32 stig.

15.00 WIGAN - BIRMINGHAM 2:1 - leik lokið

7. Liam Ridgewell kemur Birmingham yfir, 0:1.
26. Tom Cleverley jafnar fyrir Wigan, 1:1.
90. Maynor Figueroa kemur Wigan í 2:1.

Wigan: Al Habsi, Boyce, Gary Caldwell, Alcaraz, Figueroa, Watson, McCarthy, N'Zogbia, Cleverley, Moses, Di Santo.
Varamenn: Pollitt, Gohouri, Gomez, Sammon, Rodallega, Diame, Stam. 
Birmingham: Foster, Carr, Johnson, Jiranek, Ridgewell, Larsson, Gardner, Ferguson, Mutch, Beausejour, Jerome.
Varamenn: Doyle, Murphy, Phillips, Bentley, Martins, Parnaby, Davies.

Wigan er í 20. sæti með 27 stig, Birmingham er í 18. sæti með 31 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert