Redknapp: Arsenal er í dauðafæri

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham.
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham. Reuters

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að erkifjendur hans manna í Arsenal standi best að vígi í baráttunni um enska meistaratitlinn og eigi nú gullið tækifæri til að hirða hann á lokasprettinum í deildinni.

Arsenal er þremur stigum á eftir Manchester United en á einn leik til góða, einmitt gegn Tottenham á White Hart Lane.

„Arsenal á ótrúlega góða möguleika á að vinna titilinn. Þeir eru einir um að eiga beina braut framundan og ég held að þetta sé besta tækifæri sem þeim mun bjóðast á að tryggja sér hann. Þeir spila ekki tvo leiki í viku eins og keppinautarnir," sagði Redknapp við Sky Sports.

„Ef Manchester United vinnur deildina, með það leikjaprógramm sem liðið á fyrir höndum, verður það mikið afrek. Þeir eru í vandræðum vegna meiðsla og hjá Arsenal hljóta menn að horfa á stöðuna og segja að þeirra möguleikar séu frábærir," sagði Redknapp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka