Átta leikir fara fram í ensku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu í dag og liðin tvö sem slást um meistaratitlinn, Manchester United og Arsenal, spila bæði klukkan 15. United fær þá Grétar Rafn Steinsson og félaga í Bolton í heimsókn og Arsenal sækir heim lið WBA.
Þrjú stig skilja að United og Arsenal, en síðarnefnda liðið á leik til góða og þau hafa því tapað jafnmörgum stigum. Liðin í þriðja og fjórða sætinu, Manchester City og Chelsea, mætast síðan á morgun, á Stamford Bridge í London.
Leikir dagsins eru þessir:
12.45 Tottenham - West Ham
15.00 Aston Villa - Wolves
15.00 Blackburn - Blackpool
15.00 Manch.Utd - Bolton
15.00 Stoke - Newcastle
15.00 WBA - Arsenal
15.00 Wigan - Birmingham
17.30 Everton - Fulham
Leikir á morgun:
13.30 Sunderland - Liverpool
16.00 Chelsea - Manch.City