Wigan mikilvægari en Real Madrid

Harry Redknapp.
Harry Redknapp. Reuters

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham,  segir að leikur liðsins við Wigan í ensku úrvalsdeildinni á morgun sé mikilvægari en leikurinn við Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu næsta þriðjudagskvöld.

 „Leikurinn á morgun skiptir öllu máli fyrir okkur. Ég er ekki einu sinni farinn að horfa til þriðjudagsins. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að enda í einum af fjórum efstu sætum deildarinnar, til þess að við fáum aftur tækifæri í Meistaradeildinni næsta vetur. Við verðum því að halda áfram að safna stigum," sagði Redknapp á fréttamannafundi í dag.

Gareth Bale spilar ekki á morgun þar sem hann er að jafna sig af tognun aftan í læri. Hann gæti mögulega spilað gegn Real Madrid.

„Ég myndi nota Bale ef ég mögulega gæti gegn Wigan, frekar en að hvíla hann fyrir leikinn gegn Real. En hann er bara ekki leikfær," sagði Redknapp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka