Arsenal og Blackburn gerðu markalaust jafntefli á Emirates í dag í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þar með er Arsenal sjö stigum á eftir toppliði Man. Utd en á leik til góða. Þetta var annar heimaleikur Arsenal í röð sem endar með markalausu jafntefli.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
90. Á lokamínútu uppbótartíma átti Sagna fyrirgjöf og van Persie náði skalla af markteig en yfir markið. Arsenal er bara ekki ætlað að skora í þessum leik.
85. Paul Robinson kom Blackburn til bjargar þegar hann varði frá Chamakh eftir fyrirgjöf frá Sagna.
80. Marouane Chamakh var í góðu færi í miðjum teignum en skot hans fór í varnarmann sem kastaði sér fyrir skotið. Arsenal-menn eru að gera sig líklega til að komast yfir.
76. Steven Nzonzi fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Wilshere. Nokkuð strangur dómur.
58. Cesc Fabregas er kominn inná í stað Andriy Arshavin og spurning hvort fyrirliðinn nái að breyta gangi mála.
45. Staðan er enn markalaus eftir fyrri hálfleik í heldur tíðindalitlum leik. Helsta hættan skapaðist þegar Manuel Almunia markvörður Arsenal fór í misheppnað úthlaup en skalli Nzonzi fór framhjá markinu. Arsenal byrjaði leikinn ágætlega en þarf að gera betur í seinni hálfleik til að brjóta ísinn en liðið hefur nú leikið 3 og hálfan klukkutíma á heimavelli í deildinni án þess að skora. Arsenal gerði markalaust jafntefli við Sunderland í síðasta heimaleik sínum.
Arsenal: Almunia, Koscielny, Squillaci, Clichy, Sagna, Song, Wilshere, Arshavin, Walcott, van Persie, Nasri. Varamenn: Lehmann, Rosicky, Eboué, Fábregas, Diaby, Bendtner, Chamahk.
Blackburn: