Hefndarstund hjá Hodgson

Didier Drogba fagnar laglegu skallamarki sínu gegn Stoke í dag.
Didier Drogba fagnar laglegu skallamarki sínu gegn Stoke í dag. Reuters

Chelsea mátti óvænt sætta sig við 1:1 jafntefli gegn Stoke á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og er því 11 stigum á eftir toppliði Man. Utd en með leik til góða. Fimm öðrum leikjum var að ljúka.

Roy Hodgson tók á móti sínum fyrrum lærisveinum hjá Liverpool sem máttu sætta sig við 2:1 tap gegn WBA á útivelli. Bæði mörk heimamanna komu úr vítaspyrnum en sú seinni þótti í meira lagi ódýr. Chris Brunt skoraði bæði mörk WBA en Martin Skrtel hafði komið Liverpool yfir.

Tottenham gerði markalaust jafntefli við Wigan, Everton og Aston Villa skildu einnig jöfn, 2:2, Newcastle vann öruggan 4:1 sigur á Wolves, og Birmingham vann 2:1 sigur á Bolton. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton.

Fylgst var með gangi mála í leikjunum hér á mbl.is.

Stoke - Chelsea, 1:1 - LEIK LOKIÐ

33. Staðan er ekki góð á Fílabeinsströndinni en Didier Drogba einbeitir sér að leiknum og jafnaði metin fyrir Chelsea í 1:1 með glæsilegu skallamarki eftir sendingu frá Nicolas Anelka. Drogba hafði tekið þátt í tíu leikjum í röð fyrir Chelsea án þess að skora fram að þessum leik.

8. Stoke komst í 1:0 eftir glæsilegt einstaklingsframtak Jonathan Walters. Walters náði boltanum á vinstri kantinum og brunaði inn í vítateig Chelsea þar sem hann lék á Essien áður en hann þrumaði boltanum í netið.

Stoke: Begovic, Wilson, Shawcross, Huth, Higginbotham, Pennant, Delap, Whelan, Etherington, Jones, Walters. Varamenn: Nash, Collins, Fuller, Pugh, Diao, Whitehead, Wilkinson.
Chelsea: Cech, Bosingwa, David Luiz, Terry, Cole, Ramires, Essien, Lampard, Malouda, Drogba, Anelka. Varamenn: Turnbull, Ivanovic, Torres, Mikel, Zhirkov, Ferreira, Kalou.

WBA - Liverpool, 2:1 - LEIK LOKIÐ

90. Liverpool sótti hart að marki WBA í uppbótartíma og átti Luis Suarez meðal annars skot sem var varið á marklínu, en allt kom fyrir ekkert.

88. Odemwingie krækti í aðra vítaspyrnu þegar Pepe Reina virtist brjóta á honum innan vítateigs en Liverpool-mönnum þótti dómurinn rangur. Chris Brunt skoraði aftur úr vítinu og kom WBA í 2:1. Markið skrifast að miklu leyti á Kyrgiakos sem lét Odemwingie fara illa með sig.

62. WBA fékk vítaspyrnu þegar Kyrgiakos braut á Odemwingie. Chris Brunt tók vítaspyrnuna og skoraði af öryggi framhjá Reina.

50. Raul Meireles tók hornspyrnu og sendi boltann fyrir markið þar sem Martin Skrtel skallaði knöttinn í netið og kom Liverpool í 1:0.

25. Tveir varnarmenn Liverpool eru farnir af velli vegna meiðsla, þeir Glen Johnson og Daniel Agger. Johnson virtist togna strax á 8. mínútu en meiðsli Agger í hné tóku sig upp. Kyrgiakos og Danny Wilson leystu þá af hólmi.

West Brom: Carson, Reid, Meite, Olsson, Shorey, Scharner, Mulumbu, Brunt, Cox, Thomas, Odemwingie. Varamenn: Myhill, Cech, Pablo, Vela, Zuiverloon, Fortune, Jara.
Liverpool: Reina, Carragher, Skrtel, Agger, Johnson, Kuyt, Spearing, Lucas, Meireles, Carroll, Suarez. Varamenn: Gulacsi, Cole, Kyrgiakos, Maxi, Wilson, Ngog, Poulsen.

Everton - Aston Villa, 2:2 - LEIK LOKIÐ

83. Everton jafnaði metin í 2:2 þegar Leighton Baines skoraði úr vítaspyrnu sem Phil Jagielka nældi í.

68. Darren Bent skoraði sitt annað mark og kom Aston Villa í 2:1 rétt eftir að Everton hafði átt skot í þverslána.

47. Aston Villa jafnaði metin strax í byrjun seinni hálfleiks þegar Darren Bent skoraði eftir fyrirgjöf frá Stewart Downing. Þetta er 200. leikur Bent í úrvalsdeildinni og við hæfi að hann skori.

37. Everton komst yfir með marki frá Leon Osman. Osman fékk boltann frá Diniyar Bilyaletdinov og lék á Collins áður en hann skaut að marki. Friedel var nálægt því að verja en boltinn endaði í markinu.

Everton: Howard, Hibbert, Jagielka, Distin, Baines, Coleman, Neville, Heitinga, Osman, Bilyaletdinov, Beckford. Varamenn: Mucha, Gueye, Vellios, Mustafi, McAleny, Forshaw, Nsiala.
Aston Villa: Friedel, Walker, Dunne, Collins, Luke Young, Downing, Makoun, Reo-Coker, Ashley Young, Agbonlahor, Bent. Varamenn: Marshall, Pires, Albrighton, Delph, Heskey, Petrov, Cuellar. 

Wigan - Tottenham, 0:0 - LEIK LOKIÐ

Wigan: Al Habsi, Boyce, Gary Caldwell, Alcaraz, Figueroa, Watson, McCarthy, N'Zogbia, Cleverley, Moses, Rodallega. Varamenn: Pollitt, Gohouri, Di Santo, Gomez, Sammon, Diame, Stam.
Tottenham: Gomes, Corluka, Dawson, Bassong, Assou-Ekotto, Van der Vaart, Sandro, Jenas, Modric, Pavlyuchenko, Defoe. Varamenn: Cudicini, Huddlestone, Lennon, Crouch, Kranjcar, Rose, Pienaar.

Birmingham - Bolton, 2:1 - LEIK LOKIÐ

90. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton.

70. Kevin Davies skallaði boltann niður fyrir Johan Elmander sem skoraði og minnkaði muninn í 2:1 fyrir Bolton.

59. Craig Gardner jók muninn í 2:0 fyrir Birmingham eftir laglegan samleik með Cameron Jerome.

5. Markaskorarinn Kevin Phillips kom heimamönnum yfir með marki í sínum fyrsta byrjunarliðsleik á leiktíðinni. Hann skoraði með skoti eftir hornspyrnu frá Larsson.

Birmingham: Foster, Carr, Parnaby, Johnson, Ridgewell, Larsson, Ferguson, Gardner, Bowyer, Phillips, Jerome. Varamenn: Doyle, Bentley, Fahey, Zigic, Beausejour, Mutch, Davies.
Bolton: Jaaskelainen, Steinsson, Cahill, Wheater, Alonso, Cohen, Muamba, Petrov, Elmander, Kevin Davies, Sturridge. Varamenn: Bogdan, Robinson, Taylor, Klasnic, Moreno, Blake, Lee.

Newcastle - Wolves, 4:1 - LEIK LOKIÐ

90. Jonas Gutiérrez skoraði síðasta mark leiksins eftir sendingu frá Steven Taylor.

58. Úlfarnir hafa ekki gefist upp. Sylvan Ebanks-Blake var að minnka muninn í 3:1 eftir undirbúning Matthew Jarvis.

50. Newcastle komst í 3:0 þegar Peter Lövenskrands skoraði auðveldlega eftir sendingu frá Joey Barton. Newcastle heldur áfram að raða inn mörkunum á heimavelli.

45. Eftir að hafa lagt upp fyrsta mark leiksins skoraði Shola Ameobi það næsta með hörkuskalla skömmu fyrir leikhlé, eftir fyrirgjöf frá Peter Lövenkrands.

22. Newcastle komst í 1:0 með tólfta marki Kevin Nolan á leiktíðinni. Nolan kom boltanum í netið eftir að Shola Ameobi hafði skallað knöttinn til hans.

Newcastle: Harper, Simpson, Coloccini, Williamson, Ferguson, Barton, Guthrie, Nolan, Gutierrez, Ameobi, Lovenkrands. Varamenn: Krul, Campbell, Perch, Steven Taylor, Ranger, Tavernier, Kuqi.
Wolverhampton: Hennessey, Foley, Stearman, Berra, Elokobi, Hammill, Henry, O'Hara, Milijas, Jarvis, Ebanks-Blake. Varamenn: Hahnemann, Craddock, Kightly, Fletcher, Ward, David Jones, Mancienne.

Jose Bosingwa og Jonathan Walters eigast við.
Jose Bosingwa og Jonathan Walters eigast við. Reuters
Martin Skrtel jafnaði fyrir Liverpool með þessum skalla.
Martin Skrtel jafnaði fyrir Liverpool með þessum skalla. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert