Chelsea mátti óvænt sætta sig við 1:1 jafntefli gegn Stoke á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og er því 11 stigum á eftir toppliði Man. Utd en með leik til góða. Fimm öðrum leikjum var að ljúka.
Roy Hodgson tók á móti sínum fyrrum lærisveinum hjá Liverpool sem máttu sætta sig við 2:1 tap gegn WBA á útivelli. Bæði mörk heimamanna komu úr vítaspyrnum en sú seinni þótti í meira lagi ódýr. Chris Brunt skoraði bæði mörk WBA en Martin Skrtel hafði komið Liverpool yfir.
Tottenham gerði markalaust jafntefli við Wigan, Everton og Aston Villa skildu einnig jöfn, 2:2, Newcastle vann öruggan 4:1 sigur á Wolves, og Birmingham vann 2:1 sigur á Bolton. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton.
Fylgst var með gangi mála í leikjunum hér á mbl.is.
33. Staðan er ekki góð á Fílabeinsströndinni en Didier Drogba einbeitir sér að leiknum og jafnaði metin fyrir Chelsea í 1:1 með glæsilegu skallamarki eftir sendingu frá Nicolas Anelka. Drogba hafði tekið þátt í tíu leikjum í röð fyrir Chelsea án þess að skora fram að þessum leik.
8. Stoke komst í 1:0 eftir glæsilegt einstaklingsframtak Jonathan Walters. Walters náði boltanum á vinstri kantinum og brunaði inn í vítateig Chelsea þar sem hann lék á Essien áður en hann þrumaði boltanum í netið.
Stoke: Begovic, Wilson, Shawcross, Huth, Higginbotham, Pennant,
Delap, Whelan, Etherington, Jones, Walters. Varamenn: Nash, Collins, Fuller,
Pugh, Diao, Whitehead, Wilkinson.
Chelsea: Cech, Bosingwa,
David Luiz, Terry, Cole, Ramires, Essien, Lampard, Malouda, Drogba,
Anelka. Varamenn: Turnbull, Ivanovic, Torres, Mikel, Zhirkov, Ferreira,
Kalou.
90. Liverpool sótti hart að marki WBA í uppbótartíma og átti Luis Suarez meðal annars skot sem var varið á marklínu, en allt kom fyrir ekkert.
88. Odemwingie krækti í aðra vítaspyrnu þegar Pepe Reina virtist brjóta á honum innan vítateigs en Liverpool-mönnum þótti dómurinn rangur. Chris Brunt skoraði aftur úr vítinu og kom WBA í 2:1. Markið skrifast að miklu leyti á Kyrgiakos sem lét Odemwingie fara illa með sig.
62. WBA fékk vítaspyrnu þegar Kyrgiakos braut á Odemwingie. Chris Brunt tók vítaspyrnuna og skoraði af öryggi framhjá Reina.
50. Raul Meireles tók hornspyrnu og sendi boltann fyrir markið þar sem Martin Skrtel skallaði knöttinn í netið og kom Liverpool í 1:0.
25. Tveir varnarmenn Liverpool eru farnir af velli vegna meiðsla, þeir Glen Johnson og Daniel Agger. Johnson virtist togna strax á 8. mínútu en meiðsli Agger í hné tóku sig upp. Kyrgiakos og Danny Wilson leystu þá af hólmi.
West Brom: Carson, Reid, Meite, Olsson, Shorey, Scharner,
Mulumbu, Brunt, Cox, Thomas, Odemwingie. Varamenn: Myhill, Cech, Pablo,
Vela, Zuiverloon, Fortune, Jara.
Liverpool: Reina, Carragher,
Skrtel, Agger, Johnson, Kuyt, Spearing, Lucas, Meireles, Carroll,
Suarez. Varamenn: Gulacsi, Cole, Kyrgiakos, Maxi, Wilson, Ngog, Poulsen.
83. Everton jafnaði metin í 2:2 þegar Leighton Baines skoraði úr vítaspyrnu sem Phil Jagielka nældi í.
68. Darren Bent skoraði sitt annað mark og kom Aston Villa í 2:1 rétt eftir að Everton hafði átt skot í þverslána.
47. Aston Villa jafnaði metin strax í byrjun seinni hálfleiks þegar Darren Bent skoraði eftir fyrirgjöf frá Stewart Downing. Þetta er 200. leikur Bent í úrvalsdeildinni og við hæfi að hann skori.
37. Everton komst yfir með marki frá Leon Osman. Osman fékk boltann frá Diniyar Bilyaletdinov og lék á Collins áður en hann skaut að marki. Friedel var nálægt því að verja en boltinn endaði í markinu.
Everton: Howard, Hibbert, Jagielka, Distin, Baines, Coleman,
Neville, Heitinga, Osman, Bilyaletdinov, Beckford. Varamenn: Mucha, Gueye,
Vellios, Mustafi, McAleny, Forshaw, Nsiala.
Aston Villa: Friedel,
Walker, Dunne, Collins, Luke Young, Downing, Makoun, Reo-Coker, Ashley
Young, Agbonlahor, Bent. Varamenn: Marshall, Pires, Albrighton, Delph,
Heskey, Petrov, Cuellar.
Wigan: Al Habsi, Boyce, Gary Caldwell, Alcaraz, Figueroa, Watson,
McCarthy, N'Zogbia, Cleverley, Moses, Rodallega. Varamenn: Pollitt,
Gohouri, Di Santo, Gomez, Sammon, Diame, Stam.
Tottenham:
Gomes, Corluka, Dawson, Bassong, Assou-Ekotto, Van der Vaart, Sandro,
Jenas, Modric, Pavlyuchenko, Defoe. Varamenn: Cudicini, Huddlestone, Lennon,
Crouch, Kranjcar, Rose, Pienaar.
90. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton.
70. Kevin Davies skallaði boltann niður fyrir Johan Elmander sem skoraði og minnkaði muninn í 2:1 fyrir Bolton.
59. Craig Gardner jók muninn í 2:0 fyrir Birmingham eftir laglegan samleik með Cameron Jerome.
5. Markaskorarinn Kevin Phillips kom heimamönnum yfir með marki í sínum fyrsta byrjunarliðsleik á leiktíðinni. Hann skoraði með skoti eftir hornspyrnu frá Larsson.
Birmingham: Foster, Carr, Parnaby, Johnson, Ridgewell, Larsson,
Ferguson, Gardner, Bowyer, Phillips, Jerome. Varamenn: Doyle, Bentley,
Fahey, Zigic, Beausejour, Mutch, Davies.
Bolton: Jaaskelainen,
Steinsson, Cahill, Wheater, Alonso, Cohen, Muamba, Petrov, Elmander,
Kevin Davies, Sturridge. Varamenn: Bogdan, Robinson, Taylor, Klasnic,
Moreno, Blake, Lee.
90. Jonas Gutiérrez skoraði síðasta mark leiksins eftir sendingu frá Steven Taylor.
58. Úlfarnir hafa ekki gefist upp. Sylvan Ebanks-Blake var að minnka muninn í 3:1 eftir undirbúning Matthew Jarvis.
50. Newcastle komst í 3:0 þegar Peter Lövenskrands skoraði auðveldlega eftir sendingu frá Joey Barton. Newcastle heldur áfram að raða inn mörkunum á heimavelli.
45. Eftir að hafa lagt upp fyrsta mark leiksins skoraði Shola Ameobi það næsta með hörkuskalla skömmu fyrir leikhlé, eftir fyrirgjöf frá Peter Lövenkrands.
22. Newcastle komst í 1:0 með tólfta marki Kevin Nolan á leiktíðinni. Nolan kom boltanum í netið eftir að Shola Ameobi hafði skallað knöttinn til hans.
Newcastle: Harper, Simpson, Coloccini, Williamson, Ferguson,
Barton, Guthrie, Nolan, Gutierrez, Ameobi, Lovenkrands. Varamenn: Krul,
Campbell, Perch, Steven Taylor, Ranger, Tavernier, Kuqi.
Wolverhampton: Hennessey,
Foley, Stearman, Berra, Elokobi, Hammill, Henry, O'Hara, Milijas,
Jarvis, Ebanks-Blake. Varamenn: Hahnemann, Craddock, Kightly, Fletcher,
Ward, David Jones, Mancienne.