Fulham flaug uppí 10. sætið

Bobby Zamora skoraði á 23. og aftur á 28. mínútu.
Bobby Zamora skoraði á 23. og aftur á 28. mínútu. Reuters

Fulham sigraði Blackpool, 3:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Craven Cottage í London í dag og flaug þar með uppí 10. sæti deildarinnar. Fulham komst þar með sex stigum frá fallsæti deildarinnar en Blackpool situr eftir í fjórða neðsta sætinu.

Bobby Zamora skoraði tvö markanna og Dickson Etuhu eitt. Eiður Smári Guðjohnsen var á meðal varamanna Fulham en kom ekkert við sögu.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

90. LEIK LOKIÐ. Öruggur sigur Fulham en Blackpool sótti mjög seinni hluta leiksins og var óheppið að komast ekki á blað.

82. Simon Davies kemur inná fyrir Damien Duff hjá Fulham og þar með er ljóst að Eiður Smári kemur ekki við sögu að þessu sinni.

77. Steve Sidwell kemur inná hjá Fulham fyrir Danny Murphy. Ein skipting eftir og Eiður enn á bekknum.

72. MARK - Dickson Etuhu kemur Fulham í 3:0. Hann stýrir boltanum í netið úr markteignum eftir aukaspyrnu, skalla í stöng, og misheppnað skot frá Brede Hangeland.

62. Andy Johnson kemur inná hjá Fulham fyrir markaskorarann Bobby Zamora sem var tæpur fyrir leikinn vegna veikinda.

45. Hálfleikur og Fulham er með örugga og sanngjarna forystu, 2:0.

28. MARK - Bobby Zamora skorar aftur, 2:0. Nú með skalla eftir aukaspyrnu Damiens Duffs frá hægra kanti.

23. MARK - Bobby Zamora kemur Fulham yfir, 1:0. Slæm sending hjá James Beattie til baka, beint á Zamora við miðlínuna. Hann brunar á milli miðvarða Blackpool, sleppur einn í gegn, og frá vítateig þrumar hann boltanum beina leið í hægra markhornið uppi. Glæsileg afgreiðsla.

Fulham er í 13. sæti deildarinnar með 35 stig, aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Blackpool er í 17. sætinu með 33 stig, en fyrir neðan eru West Ham og Wolves með 32 stig og Wigan með 31 stig.

Liðin eru þannig skipuð:

Fulham:

Blackpool:
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert