Redknapp: Allt fór úrskeiðis

Harry Redknapp á hliðarlínunni í kvöld.
Harry Redknapp á hliðarlínunni í kvöld. Reuters

Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham og strákarnir hans í Tottenham urðu að játa sig sigraða gegn frábæru liði Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. Redknapp sagði eftir leikinn að allt hafi gengið liði sínu í mót en liðið tapaði, 4:0.

,,Allt sem gat farið úrskeiðis, fór úrskeiðs. Þegar við vorum að yfirgefa búningsherbergið tjáði Aaron Lennon mér að hann væri slappur og gæti ekki spilað. Við fengum svo á okkur mark snemma leiks og rautt spjald skömmu síðar. Okkur tókst samt að halda þeim í skefjum í fyrri hálfleik og fengum meira að segja tvö ágæt færi.

Ég hélt að okkur gæti tekist að hanga á þessari stöðu en þreytan fór að segja til sín hjá mínum mönnum. Það er nógu erfitt að koma hingað og spila 11 á móti 11 en hvað þá 10 á móti 11 gegn svona frábæru liði,“ sagði Redknapp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert