Wayne Rooney var hetja Manchester United sem vann í kvöld Chelsea 1:0 á Stamford Bridge heimavelli Chelsea. Þetta var fyrri leikur liðanna í 8-liða úrslitunum. Mark Rooneys sem kom á 24. mínútu, gæti reynst afar dýrmætt fyrir seinni viðureignina á Old Trafford í Manchester. Þá vann Barcelona öruggan sigur á Shakhtar Donetsk 5:1 en staðan var 2:0 í hálfleik.
Stuðningsmenn Chelsea velta því líklega fyrir sér afhverju spænskur dómari leiksins dæmdi ekki vítaspyrnu þegar Patrice Evra tæklaði Ramires þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Það gerði hann hinsvegar ekki þrátt fyrir að um klárt brot væri að ræða. Chelsea á því mikið verk óunnið til að tryggja sig í undanúrslit keppninnar. Barcelona er hinsvegar komin langleiðina að því markmiði en liðið fer með 4 marka forskot til Úkraínu.
Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér að neðan.
90+2. Fernando Torres reyndi að fiska vítaspyrnu en fékk þess í stað gult spjald frá landa sínum.
90+1. Spænski dómarinn sleppti því að dæma vítaspyrnu á Patrice Evra þegar hann braut greinilega á Ramires leikmanni Chelsea inn í vítateignum. Þarna átti Chelsea að fá víti ekki spurning.
86. Mark! Xavi skorar fimmta mark Barcelona. Staðan því 5:1.
85. Aðeins fimm mínútur eftir fyrir Chelsea til að bæta úr stöðunni en þeir virka ekki líklegir til þess. Menn eins og Fernando Torres og Nicolas Anelka þurfa ekki mikinn tíma til að skora, tala nú ekki um Frank Lampard. Chelsea er búið að vera meira með boltann í seinni hálfleik en United eru hættulegir í skyndisóknum sínum.
78. Skiptingar hjá báðum liðum, Manchester United tekur Javier Hernandez af velli fyrir Dimitar Berbatov. Chelsea tekur hinsvegar Jose Bosingwa af velli fyrir John Obi Mikel en þetta er síðasta skipting Chelsea, United á eina eftir.
74. Torres átti stórhættulegan skalla að marki United en Edwin van der Saar bjargar meistaralega. Ótrúlegt hvernig hann náði að teygja sig í skallan sem var laus en þó mjög góður hjá Fernando Torres.
70. Chelsea gerir tvær skiptingar, Didier Drogba kemur af velli fyrir Nicolas Anelka og Florent Malouda kemur inná fyrir Yuri Zhirkov.
60. Mark! Það er allt að gerast á Spáni. Barcelona bætir strax við fjórða markinu. Aðeins mínúta á milli markanna. Seydou Keita skorar það staðan því 4:1 Barcelona í vil.
59. Mark! Yaroslav Rakitsky minnkar muninn fyrir Shakhtar í 3:1. Það er enn von fyrir þá úkraínsku.
53. Mark! Gerard Pigue er búin að bæta við þriðja markinu fyrir Barcelona og staðan því 3:0. Shakhtar virðist vera á leið út úr keppninni þó aðeins sé um fyrri leik liðanna að ræða.
51. Ramires átti hættulegt skallafæri fyrir Chelsea eftir góða sendingu frá Drogba en inn vildi boltinn ekki. United gerir skiptingu, Rafael kemur af velli og Nani kemur inná í hans stað. Bakvörður fyrir kantmann! Valencia fer í hægri bakvarðarstöðuna.
48. Rafael brasilíski bakvörður United varð fyrir höggi frá Didier Drogba þegar sá fyrrnefndi reyndi að stöðva þann síðarnefnda. Hann er þó kominn inná aftur. Spurning hvort hann endist út allan leikinn.
Hálfleikur: Chelsea - Man Utd: Mark Wayne Rooney skilur liðin að en Manchester United hefur átt hættulegri færi í þessum leik. Chelsea átti þó líklega hættulegasta færið nú nokkrum sekúndum fyrir hálfleikinn eins og lesa má um hér að neðan.
Barcelona - Shakhtar: Barcelona leiðir og virðist í þægilegri stöðu á heimavelli gegn Shakhtar. Þeir hafa þó átti sín færi og eru til alls líklegir.
45. Ótrúlegt að Chelsea hafi ekki jafnað nú rétt í þessu. Boltinn fór í stöngina eftir eitthvað sem átti líklega að vera sending hjá Drogba. Hann barst svo til Frank Lampard sem þurfti að teygja sig í boltann en Patrice Evra bjargaði á línu.
34. Mark! Dani Alves er búinn að koma Barcelona í 2:0 gegn Shakhtar.
24. Mark! Wayne Rooney er búinn að koma United yfir gegn Chelsea. Ryan Giggs á heiðurinn að markinu en hann fékk sendingu sem hann tók frábærlega niður alveg við endamörkin og sendi fyrir á Rooney sem tók boltann innanfótar og í fjær hornið. Glæsilegt mark og jafnfram mikilvægt útivallarmark. Rooney kominn með 4 mörk í tveimur leikjum.
19. Chelsea - United: Besta færi leiksins átti Didier Drogba þegar hann skaut utarlega úr teignum hægra megin. Edwin van der Saar varði þó skot hans frekar auðveldlega en það var beint á hann. Fast var það samt!
15. Það hefur verið lítið um hættuleg færi í leik Chelsea og United það sem af er. Bæði lið eru að þreifa fyrir sér.
2. Mark! Andrés Iniesta er búinn að koma Barcelona yfir eftir aðeins tvær mínútur. Barcelona - Shakhtar 1:0.
Lið Chelsea: Cech, Bosingwa Ivanovic Terry Cole, Ramires, Essien, Lampard Zhirkov, Drogba, Torres.
Varamenn: Turnbull, Benayoun, Mikel, Malouda, Ferriera, Kalou, Anelka.
Lið Manchester Untied: Van der Sar, Rafael, Ferdinand, Vidic, Evra, Park, Carrick, Giggs, Valencia, Rooney, Hernandez.
Varamenn: Kuszczak, Berbatov, Smalling, Nani, Scholes, Evans, Gibson.
Barcelona - Shakhtar Donetsk
Barcelona: Valdes, Dani Alves, Pique, Busquets, Adriano Correia, Xavi, Mascherano, Keita, Villa, Iniesta, Messi.
Varamenn: Mino, Bojan, Pedro, Milito, Maxwell, Afellay, Thiago.
Shakhtar Donetsk: Pyatov, Srna, Ischenko, Rakitskiy, Rat, Hubschman, Mkhitaryan, Douglas Costa, Jadson, Willian, Luiz Adriano.
Varamenn: Khudzamov, Fernandinho, Eduardo, Kobin, Stepanenko, Alex Teixeira, Chyzhov.