Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal segir að lið sitt muni gefa allt í lokasprettinn í ensku úrvalsdeildinni og freista þess að ná Manchester United að stigum. Arsenal lagði Blackpool að velli, 3:1, í dag og minnkaði forskot United niður í sjö stig.
,,Í dag kom ekki annað til greina en að ná þremur stigum. Við höfum heitið okkur að gefa allt sem við eigum í þeim leikjum sem við eigum eftir. Það eru enn sjö leikir eftir svo það er mikið eftir,“ sagði Wenger eftir leikinn við Blackpool.
Manchester United hefur 69 stig í efsta sæti en Arsenal hefur 62 stig og á leik til góða á United.