Bandaríski kaupsýslumaðurinn Stan Kroenke hefur eignast nærri 63% hlut í enska knattspyrnufélaginu Arsenal.
Fram kemur í yfirlýsingu frá félaginu Arsenal Holdings, að Korenke hafi samþykkt að kaupa hlutabréf af Danny Fiszman og Nina Bracewell-Smith og aukið hlut sinn í félaginu úr 29,9% í 62,89%.
Samkvæmt lögum þarf Korenke nú að leggja fram yfirtökutilboð í hlutabréfin sem eftir eru. Samkvæmt því er Arsenal metið á 731 milljón pund, 135 milljarða króna.
Kroenke á einnig bandaríska körfuboltaliðið Denver Nuggets, íshokkíliðið Colorado Avalanche og bandaríska knattspyrnuliðið Colorado Rapids.