Sannfærandi sigur Liverpool á City

Leikmenn Liverpool fagna Andy Carroll eftir að hann kom þeim …
Leikmenn Liverpool fagna Andy Carroll eftir að hann kom þeim yfir í leiknum í kvöld. Reuters

Liverpool vann mjög sannfærandi sigur á Manchester City, 3:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í kvöld. Mörkin komu öll á fyrstu 35 mínútum leiksins.

Andy Carroll skoraði fyrstu tvö mörk sín fyrir Liverpool í úrvalsdeildinni og Dirk Kuyt gerði eitt mark. Liverpool er þá komið með 48 stig í 6. sæti deildarinnar og er áfram með í baráttu um Evrópusæti. Tottenham er í 5. sætinu með 53 stig en Manchester City er áfram í fjórða sætinu með 56 stig.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

90. Leik lokið á Anfield með afar sannfærandi sigri Liverpool, 3:0.

75. Korter eftir á Anfield og ekkert virðist í spilunum sem ógnar öruggum sigri Liverpool í kvöld.

45. Hálfleikur og staðan 3:0 fyrir Liverpool.

35. MARK - 3:0. Andy Carroll bætir við marki mínútu síðar!! Raul Meireles sendir fyrir mark City frá vinstri og Carroll skorar með þrumuskalla frá vítapunkti, sitt annað mark í leiknum.

34. MARK - 2:0. Dirk Kuyt skorar annað mark Liverpool. Eftir mikla skothríð að marki City fær Hollendingurinn boltann hægra megin í vítateignum og sendir hann viðstöðulaust með jörðinni í markhornið fjær.

15. Áfall hjá Manchester City. Carlos Tévez haltrar af velli, virðist tognaður aftan í læri. Þar með virðist mikil hætta á að hann missi af stóra slagnum í undanúrslitunum gegn Manchester United um næstu helgi.

13. MARK - 1:0. Andy Carroll skorar sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í úrvalsdeildinni. Hann þrumar boltanum í markið með vinstri fæti af 20 metra færi.

Liverpool: Reina, Flanagan, Carragher, Skrtel, Aurelio, Kuyt, Spearing, Lucas, Meireles, Suárez, Carroll
Varamenn: Gulacsi, Cole, Robinson, Shelvey, Maxi, Wilson, Ngog.

Man.City: Hart, Boyata, Kompany, Lescott, Kolarov, Milner, Barry, Yaya Touré, Johnson, Dzeko, Tévez.
Varamenn: Taylor, Zabaleta, McGivern, Wright-Phillips, Silva, De Jong, Balotelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert