Manchester City er komið í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í fyrsta skipti í 30 ár eftir sigur á Manchester United, 1:0, á Wembley í dag og mætir Bolton eða Stoke í úrslitaleiknum eftir mánuð.
Yaya Touré skoraði sigurmarkið á 52. mínútu en á 72. mínútu fékk Paul Scholes, miðjumaðurinn reyndi hjá Manchester United, rauða spjaldið fyrir að brjóta á Pablo Zabaleta.
Fylgst er með gangi mála hér á mbl.is.
90+5. Flautað til leiksloka, Manchester City er komið í úrslit.
90. Fimm mínútum bætt við leiktímann.
88. Patrice Evra leikur inní vítateig City vinstra megin og þrumar boltanum í hliðarnetið. Tíu leikmenn United reyna allt sem þeir geta til að jafna metin.
72. RAUTT - Paul Scholes rekinn af velli. Hrikaleg tækling þessa reynda miðjumanns á Zabaleta, tæklar hann af fullum krafti í lærið, og er umsvifalaust sýnt rauða spjaldið. Afar verðskuldað! Vænleg staða hjá City, manni fleiri og marki yfir.
66. Nani þrumar boltanum í þverslána á marki City úr aukaspyrnu af 20 metra færi.
52. MARK - 1:0. Yaya Touré kemur City yfir. Slæm mistök hjá Michael Carrick, Touré nær boltanum við vítateiginn, leikur á Nemanja Vidic og rennir boltanum framhjá van der Sar og í netið.
46. Seinni hálfleikurinn er hafinn á Wembley.
45. Flautað til hálfleiks og staðan er 0:0 í leik þar sem United var sterkari aðilinn framan af en City seinni hlutann.
43. Vincent Kompany með þrumufleyg að marki United af 25 m færi og boltinn strýkst við stöng.
37. Joleon Lescott miðvörður City í ágætu færi eftir hornspyrnu en skýtur yfir mark United.
32. Fyrsta alvöru færi City. Gareth Barry snýr af sér varnarmann í vítateignum og á hörkuskot en í hliðarnetið.
15. Dimitar Berbatov fær tvö dauðafæri fyrir United með nokkurra sekúndna millibili. Fyrst ver Joe Hart glæsilega frá honum og síðan fær hann sendingu frá Nani inní markteiginn en skýtur yfir á ótrúlegan hátt.
1. Leikurinn er hafinn á Wembley og stemningin gífurleg.
Sigurliðið í dag leikur til úrslita 14. maí gegn Bolton eða Stoke sem eigast við á Wembley á morgun klukkan 15.
Wayne Rooney hjá Man.Utd er í banni og Carlos Tévez hjá Manchester City missir af leiknum vegna meiðsla.
Man City: Hart, Zabaleta, Kompany, Lescott, Kolarov, Silva, De Jong, Barry, Toure Yaya, Adam Johnson, Balotelli.
Varamenn: Taylor, Boyata, Vieira, Milner, Wright-Phillips, Dzeko, Jo.
Man Utd: Van der Sar, O'Shea, Ferdinand, Vidic, Evra, Valencia, Scholes, Carrick, Park, Nani, Berbatov.
Varamenn: Kuszczak, Owen, Anderson, Smalling, Hernandez, Fabio Da Silva, Gibson.