Arsenal tapaði dýrmætum stigum í slagnum um enska meistaratitilinn þegar Dirk Kuyt jafnaði fyrir Liverpool, 1:1, með síðustu spyrnunni í leik liðanna, vítaspyrnu, á 12. mínútu í uppbótartíma á Emirates-leikvanginum í London í dag.
Allt benti til þess að Robin van Persie hefði tryggt Arsenal sigurinn þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á 8. mínútu uppbótartímans en upphaflega var 8 mínútum bætt við leiktímann. Liverpool fór í stórsókn, fékk fyrst aukaspyrnu á vítateigslínunni og síðan vítaspyrnu sem Kuyt skoraði úr og tryggði Liverpool stig.
Þar með er Manchester United með sex stiga forskot á Arsenal þegar bæði lið eiga sex leikjum ólokið, 69 stig gegn 63. Liverpool er áfram í sjötta sætinu en nú fjórum stigum á eftir Tottenham, sem hinsvegar á tvo leiki til góða.
90+11. MARK - 1:1. Dirk Kuyt jafnar metin úr vítaspyrnunni á 12. mínútu í uppbótartíma, af miklu öryggi, og síðan er leikurinn flautaður af.
90+10. Dæmd vítaspyrna á Arsenal þegar Emmanuel Eboué brýtur klaufalega á Lucas Leiva!
90+9. Liverpool fær aukaspyrnu í sannkölluðu dauðafæri, á miðri vítateigslínunni. Luis Suárez skýtur í varnarvegginn.
90+7. MARK - 1:0. Robin van Persie skorar af miklu öryggi úr vítaspyrnunni og sendir Pepe Reina í öfugt horn.
90+6. Arsenal fær vítaspyrnu eftir að Cesc Fabregas er skellt í vítateignum!
90. Átta mínútum er bætt við leiktímann, aðallega vegna meiðsla Carraghers.
62. Liverpool missir annan varnarmann af velli þegar Jimmy Carragher fær mikið höfuðhögg og er borinn af velli eftir nokkra aðhlynningu. Virtist rotast til að byrja með.
45. Hálfleikur á Emirates og staðan 0:0. Arsenal hefur sótt mun meira og mjög stíft á köflum.
21. Liverpool missir Fabio Aurelio meiddan af velli og táningurinn Jack Robinson kemur inná í staðinn.
16. Laurent Koscielny skallar boltann í þverslána á marki Liverpool eftir þunga pressu Arsenal.
1. Leikurinn er hafinn á Emirates.
Arsenal: Szczesny; Eboué, Koscielny, Djourou, Clichy: Diaby, Wilshere, Walcott, Fabregas, Nasri; Van Persie.
Varamenn: Lehmann, Song, Squillaci, Arshavin, Gibbs, Chamakh, Bendtner.
Liverpool: Reina, Flanagan, Carragher, Skrtel, Aurelio, Lucas, Spearing, Meireles, Kuyt, Suárez, Carroll.
Varamenn: Gulacsi, Cole, Kyrgiakos, Shelvey, Ngog, Maxi, Robinson.