Mikil blóðtaka að missa Hermann Hreiðarsson

Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. www.pompeypages.com

Steve Cotterill, knattspyrnustjóri Portsmouth, vonast til þess að meiðslin sem Hermann Hreiðarsson varð fyrir í leiknum gegn Cardiff á laugardaginn séu ekki alvarleg en Eyjamaðurinn öflugi meiddist á hné og varð að hætta leik eftir fyrri hálfleikinn.

„Það var mikil blóðtaka að missa Hermann því hann er mikill leiðtogi og baráttumaður. Hann stífnaði upp í hálfleik og ákvörðun um að láta hann ekki halda áfram var tekin tveimur mínútum áður en liðið hélt út á völlinn. Það var synd að hann þurfti að fara út af því hann hefur hjarta ljónsins. Við vonumst til að hann verði í lagi fyrir leikinn um næstu helgi,“ sagði Steve Cotterill knattspyrnustjóri í viðtali við enska blaðið Portsmouth News.

Portsmouth tapaði 3:0 gegn Cardiff og möguleikar liðsins á að komast í aukakeppni um laust sæti í úrvalsdeildinni eru ekki lengur fyrir hendi. Portsmouth er í 14. sæti deildarinnar.

gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka