Newcastle náði stigi gegn United

Javier Hernandez aðgangsharður upp við mark Newcastle enTim Krul er …
Javier Hernandez aðgangsharður upp við mark Newcastle enTim Krul er til varnar. Reuters

Manchester United er komið með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Newcastle á St.James' Park í dag. Baráttuglaðir leikmenn Newcastle gerðu toppliðinu lífið leitt og eftir úrslitin eygir Arsenal von en liðið getur minnkað forskot United niður í fjögur stig á morgun takist liðinu að vinna granna sína í Tottenham.

90. Leik lokið.

80. Michael Owen fyrrum leikmaður Newcastle er kominn inná í lið United. Stuðningsmenn Newcastle baula á framherjann en þetta er fyrsti leikur hans á St.James' frá því hann yfirgaf liðið fyrir síðustu leiktíð.

68. Ryan Giggs fór illa að ráði sínu. Hann fékk upplagt færi eftir sendingu frá Anderson en skot Walesverjans fór framhjá.

55. Manchester United er að harða tökin á St.James' Park en staðan er enn markalaus.

45. Hálfleikur á St.James' Park. Staðan er 0:0 í nokkuð fjörugum leik. Heimamenn hafa átt í fullu tré við toppliðið.

19. Wayne Rooney komst í gott færi en skot hans fór hátt yfir markið.

5. Newcastle hefur sótt stíft að marki United síðustu mínúturnar og minnstu munaði að liðið tæki forystuna.

2. Minnstu munaði að Javier Hernandez kæmi United yfir en Tim Krul markvörður Newcastle varði skot mexíkóans af stuttu færi.

Newcastle: Krul, Simpson, Williamson, Coloccini, Jose Enrique, Barton, Guthrie, Tiote, Gutierrez, Lovenkrands, Ameobi.
Varamenn: Soderberg, Perch, Ryan Taylor, Ireland, Steven Taylor, Ranger, Kuqi.

Man Utd: Van der Sar, O'Shea, Smalling, Vidic, Evra, Nani, Carrick, Anderson, Giggs, Hernandez, Rooney.
Varamenn: Kuszczak, Owen, Park, Fabio Da Silva, Evans, Valencia, Gibson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert