Dalglish: Spiluðum á köflum frábæran fótbolta

Kenny Dalglish.
Kenny Dalglish. Reuters

Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool var að vonum ánægður eftir leik sinna manna í dag en Liverpool burstaði Birmingham, 5:0, þar sem Argentínumaðurinn Maxi Rodriguez skoraði þrennu.

,,Liðið spilaði á köflum frábæran fótbolta og við áttum svo sannarlega góðan og ánægjulegan dag. Að ná marki snemma í leiknum var virkilega gott. Við komust svo í 2:0 en þriðja markið var mikilvægast því í 2:0 stöðu getur allt gerst. Ég var ánægður með að mínir menn slökuðu ekkert í seinni hálfleik þrátt fyrir að staðan væri góð. Þeir héldu áfram að spila flottan fótbolta,“ sagð Dalglish.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka