Javier Hernandez var hetja Manchester United þegar liðið lagði Everton, 1:0, í fyrsta leik dagins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Mexíkóinn snaggaralegi skoraði sigurmarkið með skalla á 83. mínútu og eftir sigurinn er Manchester-liðið komið með níu stiga forskot í toppsæti deildarinnar.
90. Leik lokið með 1:0 sigri Manchester United.
83. MARK!! Hernandez kemur United yfir með skallamarki eftir sendingu frá Valencia.
80. Tim Howard varði hreint frábærlega skalla frá Hernandez af stuttu færi.
73. United var hársbreidd frá því að skora en eftir fyrirgjöf frá Valencia fór boltinn af Distin í markstöngina. Pressan á mark Everton er mikil þessa stundina. Giggs var að koma inná fyrir Gibson.
68. Minnstu munaði að Jack Rodwell næði forystunni fyrir Everton en gamli maðurinn Van der Sar varði meistaralega.
63. Michael Owen er kominn inná í lið United fyrir Nani. Tekst Owen að brjóta ísinn fyrir toppliðið?
45. Hálfleikur á Old Trafford. Staðan er 0:0. United hefur haft umtalsverða yfirburði en Everton hefur varist vel og með fjölmennan varnarmúr fyrir framan vítateiginn.
37. Nani var í úrvalsfæri en skot Portúgalans fór í afturendann á Hernandez.
30. Javier Hernandez komst í gott færi eftir vel útfærða sókn en skot Mexíkóans fór beint á Tim Howard.
20. Staðan er enn markalaus á Old Trafford. Heimamenn hafa ráðið ferðinni en engin marktækifæri hafa litið dagsins ljós í blíðunni í Manchester.
Liðin gerðu 3:3 jafntefli í fyrri leiknum á Goodison Park þar sem Everton jafnaði með tveimur mörkum í uppbótartíma.
Man Utd: Van der Sar, O'Shea, Ferdinand, Evans, Fabio Da Silva, Valencia, Gibson,
Anderson, Nani, Rooney, Hernandez. Varamenn: Kuszczak, Evra, Brown, Owen,
Giggs, Carrick, Rafael Da Silva.
Everton: Howard, Hibbert,
Jagielka, Distin, Baines, Coleman, Neville, Rodwell, Bilyaletdinov,
Osman, Beckford. Varamenn: Mucha, Cahill, Gueye, Vellios, Anichebe, Mustafi,
Duffy.