Johnson hrósaði Eiði Smára

Eiður Smári.
Eiður Smári. Reuters

Andrew Johnson framherji Fulham hrósaði Eiði Smára Guðjohnsen fyrir góðan leik eftir leik liðsins gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær. Eiður var í fyrsta skipti í byrjunarliði Fulham og lék í tæpar 70 mínútur en Johnson var hetja liðsins. Hann hafði ekki verið inná nema í 18 sekúndur þegar hann jafnaði metin og tryggði liði sínu 1:1 jafntefli.

,,Eiður og Mousa voru frábær hjá okkur. Eiður hefur góða boltatækni og hvernig hann hélt boltanum fyrir liðið var frábært að sjá. Færnin hjá Mousa segir sig sjálft en það var synd að við gætum ekki nýtt þetta jákvæða spil til að skora mörk,“ sagði Johnson á vef Fulham.

,,Það eru allir frekar vonsviknir yfir því að hafa ekki fengið meira en eitt stig út úrleiknum en fyrst við skoruðum markið svona seint í leiknum þá verðum við að sætta okkur við jafnteflið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert