Arsene Wenger viðurkennir að möguleikar Arsenal á hampa enska meistaratitlinum í næsta mánuði séu svo til úr sögunni eftir tap liðsins gegn Bolton á Reebok í dag.
,,Það er erfitt að tapa leik sem þessum. Við gáfum allt í leikinn sem við áttum og hugarfar leikmanna minna var frábært. Leikmenn börðust hart og þeir eru að vonum mjög vonsviknir,“ sagði Wenger eftir leikinn en þegar fjórar umferðir eru eftir er Arsenal í þriðja sætinu, níu stigum á eftir Manchester United.
,,Mér finnst að höfum getað níu stig í vikunni en uppskeran er aðeins tvö stig,“ sagði Wenger sem segist ekki að ætla gera miklar breytingar á leikmannahópi liðsins fyrir næstu leiktíð.