Berbatov ekki með gegn Schalke

Dimitar Berbatov.
Dimitar Berbatov. Reuters

Leikmenn Manchester United eru komnir til Þýskalands en liðið etur kappi við Schalke í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld. Búlgarinn Dimitar Berbatov fór ekki með liðinu en nárameiðsli eru að angra framherjann og gat hann ekki verið með í leikjunum gegn Newcastle og Everton vegna þeirra.

Darren Fletcher er heldur ekki í hópnum né Bebé en að öðru leyti getur Sir Alex Ferguson teflt fram sínu sterkasta liði.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka