Eiður lagði upp mark í sigri Fulham

Grétar Rafn Steinsson er í liði Bolton.
Grétar Rafn Steinsson er í liði Bolton. Reuters

Eiður Smári Guðjohnsen lagði upp eitt marka Fulham þegar liðið vann Bolton, 3:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Craven Cottage í London í kvöld.

Eiður var áfram í byrjunarliðinu og lék í 84 mínútur en hann lagði upp markið fyrir Clint Dempsey með skemmtilegri hælspyrnu. Grétar Rafn Steinsson var í liði  Bolton en þurfti að fara af velli vegna meiðsla um miðjan síðari hálfleik.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

90. Leik lokið með afar öruggum sigri Fulham.

84. Eiði Smára er skipt af velli hjá Fulham og Andy Johnson kemur í hans stað. Fínn leikur hjá Eiði í kvöld og hann lagði upp eitt mark.

67. Grétar Rafn Steinsson fer af velli hjá Bolton og David Wheater kemur í hans stað. Hann þurfti að fara útaf til aðhlynningar vegna meiðsla fyrir nokkrum mínútum síðan.

65. MARK - 3:0. Brede Hangeland, norski risinn, skorar með skalla fyrir Fulham eftir fyrirgjöf frá Danny Murphy.

48. MARK - 2:0. Clint Dempsey skorar aftur og Eiður Smári kemur talsvert við sögu. Hann fleytir boltanum áfram með skemmtilegri hælspyrnu á Dempsey eftir fyrirgjöf og Bandaríkjamaðurinn skorar af stuttu færi.

45. Hálfleikur á Craven Cottage og Fulham er yfir, 1:0.

24. Eiður Smári sleppur inn fyrir vörn  Bolton og lyftir boltanum framhjá Jussi Jääskeläinen markverði, sem nær að snerta boltann naumlega þannig að hann strýkst við utanverða stöngina.

16. Grétar Rafn með skot að marki Fulham, utan vítateigs, en framhjá markinu.

15 MARK - 1:0. Clint Dempsey kemur Fulham yfir með skoti innan vítateigs, efst í vinstra markhornið. Fulham átti hornspyrnu, varnarmenn Bolton komu boltanum ekki almennilega í burtu og Chris Baird sendi boltann inní vítateiginn á nýjan leik.

4. Eiður Smári með skot yfir mark Bolton eftir fyrirgjöf frá Clint Dempsey.

Bolton er í 8. sæti deildarinnar með 47 stig en Fulham er í 13. sætinu með 40 stig.

Fulham: Schwarzer, Baird, Hangeland, Hughes, Salcido, Eiður Smári, Sidwell, Murphy, Dempsey, Davies, Dembele.
Varamenn: Stockdale, Kelly, Johnson, Senderos, Etuhu, Kakuta, Zamora.
Bolton: Jaaskelainen, Grétar Rafn, Cahill, Knight, Robinson, Lee, Muamba, Cohen, Taylor, Elmander, Kevin Davies.
Varamenn: Bogdan, Petrov, Gardner, Klasnic, Moreno, Blake, Wheater.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert