Jafntefli á White Hart Lane

Ekki var pláss fyrir Peter Crouch í liðinu hjá Tottenham …
Ekki var pláss fyrir Peter Crouch í liðinu hjá Tottenham í dag. Hann er þó kominn inná núna. Reuters

Tottenham varð að gera sér að góðu jafntefli gegn Blackpool 1:1 í baráttu þeirra um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni. Jermain Defoe jafnaði metin fyrir Tottenham þegar mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Charlie Adam hafði 13 mínútum áður komið Blackpool yfir. Þetta var mikilvægt stig fyrir gestina í fallbaráttunni en þeir hljóta að naga sig í handabökin fyrir að halda ekki út í 15 mínútur.

Tottenham er nú 6 stigum á eftir Manchester City sem er í 4. sæti.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér að neðan:

Tottenham - Blackpool staðan er 1:1

89. Mark! Jermain Defoe búinn að jafna fyrir Tottenham. Defoe fær boltann 25 metra fyrir utan teiginn, hleypur fram og skítur föstu skoti í hægra hornið. Matt Gilks markvörður Blackpool á ekki möguleika.  

76. Mark! Charle Adam kemur Blackpool yfir. Blackpool fékk vítaspyrnu eftir brot Gomes á Gary Taylor-Fletcher sem Adams tók en Gomes varði frá honum. Blackpool fær aðra vítaspyrnu strax í kjöflarið og Adam tók hana aftur og skoraði að þessu sinni. DJ Campbell reyndi að taka boltann af Adam til þess að framkvæma síðari spyrnuna. Adam stóð fastur á sínu og skoraði. Skelfilegt hjá Gomes sem var valdur af báðum spyrnunum. Allt þetta gerðist á sama augnablikinu.

70. Tottenham heldur áfram að sækja enda Meistaradeildarsætið nánast úr greipum þeirra runnið ef þeir ná ekki í þrjú stig í dag. Michael Dawson á skot í hliðarnetið eftir hornspyrnu.

67. Ljót tækling frá Charlie Adam á Gareth Bale sem má þakka fyrir ef ekkert hefur trosnað í öklanum hjá honum. Ekkert gult spjald samt. Bale kemur útaf og inná kemur Peter Crouch. Leikurinn er að verða grófari.

63. Tottenham reynir að sækja til sigurs. Hornspyrna Gareth Bale er skölluð áfram af Younes Kaboul beint á Jermain Defoe sem nær ekki að setja boltann í markið heldur rétt yfir þverslána.

60. Ekkert mark komið ennþá en Tottenham er búið að eiga 7 marktilraunir gegn 6 gestanna. Þrjár af þeim hafa farið á ramman hjá Tottenham en tvær hjá Blackpool.

50. Aaron Lennon er kominn inná fyrir Roman Pavlyuchenko.

46. Blackpool gerði eina breytingu á liði sínu í hálfleik. Sergei Kornilenko kemur af velli en í hans stað kemur Jason Puncheon.

Hálfleikur á White Hart Lane og ekkert mark hefur verið skorað. Greinilegt að Harry Redknapp þarf að lesa rækilega yfir sínum mönnum. Auk þess er hann með frábæra menn á bekknum eins og Lennon, Crouch og fleiri sem gætu komið við sögu. Ólíkt betri bekkur en hjá Blackpool en þá má sjá hér að neðan. Vonandi fáum við í það minnsta mörk í seinni hálfleik.

35. Tottenham fékk gott færi þegar Gareth Bale sendi góða sendingu inn á teigin frá vinstri en hvorki Jermain Defoe né Rafael van der Vaart náðu til boltans. Talandi um Rafael van der Vaart þá virðist vera sem myndavélarnar séu meira á konunni hans, sem situr upp í stúku en vellinum. Afhverju má sjá á myndinni hér að neðan.  

30. Gestirnir ættu að vera komnir í forystu miðað við það sem gekk á rétt í þessu.  Þeir áttu þá þrjú tækifæri á einni mínútu. Fyrst átti Sergei Kornilenko skot sem William Gallas náði að komast fyrir. Því næst átti Charlie Adam skot sem Heurelho Gomes varði í markinu. Að síðustu Kornilenko aftur skalla að marki eftir hornspyrnu. Þarna sluppu heimamenn með skrekkinn.

21. Það er enn markalaust eftir 21 mínútu en Tottenham hefur þó verið líklegra til að skora. Jermaine Defoe og Luka Modric hafa báðir átt ágæt færi.

16:29. Tuttugu stig skilja liðin að, Tottenham er með 55 stig en Blackpool 35 í 18. sæti deildarinnar. Tottenham er hinsvegar í því fimmta.

Tottenham: Gomes, Kaboul, Gallas, Dawson, Bale, Van der Vaart, Modric, Sandro, Rose, Pavlyuchenko, Defoe.
Varamenn: Cudicini, Lennon, Jenas, Crouch, Bassong, Kranjcar, Corluka.

Blackpool: Gilks, Crainey, Eardley, Kornilenko, Evatt, Southern, Vaughan, Baptiste, Adam, Taylor-Fletcher, Campbell.
Varamenn: Kingson, Ormerod, Cathcart, Phillips, Puncheon, Reid, Beattie.

Rafael van der Vaart og kona hans.
Rafael van der Vaart og kona hans.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka