Víkingur fær tvo stráka frá WBA

Denis Abdulahi, finnski miðjumaðurinn hjá Víkingum sem nú fá tvo …
Denis Abdulahi, finnski miðjumaðurinn hjá Víkingum sem nú fá tvo enska stráka í sinn hóp. mbl.is/Árni Sæberg

Víkingar hafa gert samstarfssamning við West Bromwich Albion, enska úrvalsdeildinni í knattspyrnu, og fá tvo stráka lánaða þaðan í næstu viku. Frá þessu er greint á vef stuðningsmanna Víkings, www.vikingur.net.

Þeir heita Cameron Gayle, 19 ára, og Kemar Roofe, 18 ára, og spila með varaliði WBA. Samherjar þeirra þar eru m.a. James Hurst, sem spilaði með ÍBV í fyrra, og Sam Mantom, sem lék með Haukum fyrri hluta síðasta tímabils.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert