Ferguson: Við klúðrum þessu ekki

Javier Hernández fagnar eftir að hafa komið United yfir á …
Javier Hernández fagnar eftir að hafa komið United yfir á fyrstu mínútuni. Reuters

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði eftir sigurinn á Chelsea í dag, 2:1, að það væri ekki inni í myndinni að sínir menn klúðruðu því að vinna enska meistaratitilinn úr þessu.

Þeim nægir eitt stig gegn annaðhvort Blackburn eða Blackpool í tveimur síðustu umferðunum  til að standa uppi sem meistarar í 19. skipti en sex stig skilja nú toppliðin að.

„Okkar leikmenn munu ekki misstíga sig og ná í stigið sem þarf. Það er frábært að við skulum verða sigursælsta lið landsins hvað meistaratitla  varðar. Það tók sinn tíma að koma undirstöðunum á sinn stað en eftir að við unnum fyrsta titilinn höfum við stöðugt bætt okkur sem félag," sagði Ferguson við fréttamenn eftir leikinn en nú eru liðin 25 ár síðan hann tók við stjórninni á Old Trafford.

Hann var hæstánægður með frammistöðuna í dag en eins og oft áður hefði liðið hleypt spennu í leikinn undir lokin. „Við erum vanir því. Við hefðum getað skorað sex mörk í seinni hálfleik. Maður býst við hörkuleik gegn Chelsea og það var raunin. Byrjunin var frábær og frammistaða liðsins í heild stórgóð. Eftir að við gáfum þeim sitt mark, hjálpuðu áhorfendur okkur mikið. Þeir áttu sinn þátt í þessu. En okkar menn verðskulduðu þennan sigur og eiga heiður skilinn," sagði Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert