Ray Wilkins fyrrum aðstoðarstjóri hjá Englandsmeisturum Chelsea hvetur forráðmenn liðsins til að halda tryggð við knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti og gera frekar breytingar á leikmannahópi liðsins.
,,Ég tel að Chelsea þurfi ekki á miklum breytingum að halda en það þarf vissulega að fríska upp í hópnum og fá nýja leikmenn. Allsherjar breytingar sem ættu að hefjast með því að skipta um stjóra er algjörlega rangt að mínu mati,“ sagði Wilkins í viðtali við BBC en óvissa ríkir um framtíð Ancelotti nú þegar ljóst er að Chelsea vinnur engan titil í ár.