Liverpool hefur ráðið Kenny Dalglish sem knattspyrnustjóra til næstu þriggja ára en hann var ráðinn tímabundið til starfa eftir að félagið rak Roy Hodgson í janúar. Liverpool hefur gengið allt í haginn undir stjórn Dalglish og hefur liðið tekið miklum framförum frá því hann tók við stjórninni en beðið hefur verið eftir því að stjórn félagsins gerði varanlegan samning við Skotann sem er goðsögn hjá félaginu.
,,Ég er vitaskuld mjög ánægður að fá þetta tækifæri. Þegar ég tók við stjórninni í janúar voru engin loforð gefin svo fyrir mig var þetta upplagt tækifæri að sanna það að ég hefði eitthvað fram að færa,“ segir Dalglish á vef Liverpool.