Wenger og Ancelotti standa með Ferguson

Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger.
Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger. Reuters

Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea og Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal eru hissa á ákvörðun enska knattspyrnusambandsins að kæra kollega þeirra, Sir Alex Ferguson, vegna ummæla hans um dómarann Howard Webb í undanfara leik United og Chelsea sem fram fór um síðustu helgi.

,,Hann talaði jákvætt um Howard Webb en ég tel ekki að hann hafi verið að reyna að koma á hann einhverri pressu fyrir leikinn. Ég er hissa á þessari ákvörðun,“ sagði Ancelotti við fréttamenn í dag.

,,Fyrir mér þá er það ekkert vandamál að segja að einhver sé góður. Ég hefði ekki kært hann fyrir það,“ sagði Wenger sem oft hefur eldað grátt silfur saman við Ferguson.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert