Manchester United var rétt í þessu að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu eftir 1:1 jafntefli gegn Blackburn. Það var Wayne Rooney sem innsiglaði titilinn þegar hann jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu á 70. mínútu leiksins. United er þar með orðið sigursælasta lið Englands en þetta var 19. meistaratitill félagsins og sá 12. sem þeir Sir Alex Ferguson og Ryan Giggs vinna.
Blackburn - Manchester United, 1:1 (leik lokið)
70. MARK!! Wayne Rooney jafnar metin fyrir United með marki úr vítaspyrnu. Vítið var dæmt á Paul Robinson fyrir brot á Javier Hernandez. Aðstoðardómarinn gaf Phil Dowd merki vítaspyrnuna. Verði þetta úrslitin tryggir Manchester United sér Englandsmeistaratitilinn, þann 19. í röðinni.
65. Minnstu munaði að Blackburn kæmist í 2:0 en kollspyrna Martin Olsons fór í stöngina. Paul Scholes er kominn inná í liði United.
45. Hálfleikur á Ewood Park þar sem Blackburn hefur forystu, 1:0. United hefur ráðið ferðinni mest megnið af leiknum en hefur gengið illa að skapa sér marktækifæri. Tomasz Kuszczak markvörður United er ein taugahrúga í marki United og spurning hvort Ferguson sjái ekki því að hafa hvílt Van der Sar.
20. MARK!! Ástralinn Brett Emerton er búinn að koma Blackburn yfir. Hann skoraði með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf frá Hoilett.
4. United byrjar vel á Ewood Park. Nani var að skalla í slá og yfir eftir frábæra fyrirgjöf frá Rooney.
Blackburn: Robinson, Salgado, Samba, Phil Jones, Givet, Emerton, Jermaine Jones, Nzonzi, Olsson, Hoilett, Roberts.
Varamenn: Bunn, Dunn, Kalinic, Pedersen, Andrews, Santa Cruz, Mwaruwari.
Man Utd: Kuszczak, Fabio Da Silva, Ferdinand, Vidic, Evans, Valencia, Giggs, Carrick, Nani, Rooney, Hernandez.
Varamenn: Amos, Evra, Owen, Anderson, Berbatov, Smalling, Scholes.
Blackpool - Bolton, 4:3 (leik lokið)
58. MARK!! Heimamenn ætla sér sigur. Charlie Adam var að koma Blackpool í 4:3.
54. MARK!! Mörkunum heldur áfram að rigna niður á Bloomfield Road. Daniel Sturridge var að jafna metin fyrir Bolton og staðan, 3:3.
44. MARK!! Blackpool er aftur komið í forystu og staðan er 3:2 í vægast sagt afar skemmtilegum leik.
24. Mark!! Það er allt að gerast á Bloomfield Road. Bolton var að jafna metin í 2:2 með marki frá Matthew Taylor.
18. MARK!! Það er mikið fjör á Bloomfield Road. Blackpool er komið í 2:1 með marki frá Jason Puncheon.
10. MARK!! Heimamenn voru ekki lengi að svara fyrir sig. DJ Campbell var að jafna metin í 1:1.
6. Mark!!! Kevin Davies fyrirliði Bolton er búinn að koma liðinu yfir á Bloomfield. Nú syrtir í álinn hjá nýliðunum sem mæta Manchester United á Old Trafford í lokaumferðinni.
Blackpool: Gilks, Eardley, Evatt, Baptiste, Crainey, Southern, Adam, Vaughan, Taylor-Fletcher, Campbell, Puncheon.
Varamenn: Kingson, Harewood, Ormerod, Cathcart, Phillips, Reid, Beattie.
Bolton: Jaaskelainen, Steinsson, Knight, Cahill, Robinson, Lee, Muamba, Gardner, Taylor, Kevin Davies, Sturridge.
Varamenn: Bogdan, Petrov, Klasnic, Moreno, Blake, Cohen, Wheater.
Sunderland - Wolves, 1:3 (leik lokið)
Stephane Sessegnon 33. - Jody Craddock 23. Steven Fletcher 54., Elokobi 78.
WBA - Everton, 1:0 (leik lokið)
Youssouf Mulumbu 10. Rautt spjald: Diniyar Bilyaletdino, Everton, 72.