Wenger: Stuðningsmennirnir í fullum rétti

Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal sagði eftir tap sinna manna gegn Aston Villa á heimavelli í dag að stuðningsmenn félagsins hafi verið í fullum rétti að láta ónægju sína ljós með því að púa á leikmenn þegar gengu af velli.

Arsenal á nú á hættu að missa Manchester City upp fyrir sig í þriðja sæti deildarinnar en City er tveimur stigum á eftir Arsenal en á leik til góða gegn Stoke á þriðjudaginn. Liðið sem endar í fjórða sætinu þarf að fara í undankeppni Meistaradeildarinnar.

,,Það er okkar vinna að þakka stuðningsmönnunum og þú þarft aldrei að vera vandræðalegur þegar þú vinnur þína vinnu. Á hverju sem á gengur þarftu að virða stuðningsmennina. Þeir athuga ekki hversu miklu fé við eyðum heldur vilja þeir vinna leikina.

Þegar við gerum það ekki þá eru þeir ekki ánægðir og það er fullkomlega eðlilegt. Við munum að sjálfsögðu reyna að styrkja liðið okkar en besta leiðin til að halda stuðningsmönnum góðum er að vinna leiki,“ sagði Wenger eftir tapið gegn Villa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert