Cotterill: Bíð ekki eftir Hermanni

Hermann Hreiðarsson fagnar marki fyrir Portsmouth.
Hermann Hreiðarsson fagnar marki fyrir Portsmouth. www.pompeypages.com

Steve  Cotterill, knattspyrnustjóri Portsmouth, segir að Hermann Hreiðarsson verði að drífa sig í að skrifa undir samning, ætli hann að leika áfram með félaginu, og gefur í skyn að Eyjamaðurinn fari fram á laun sem Portsmouth ráði ekki við.

Cotterill sagði þetta í viðtali við The News í Portsmouth í dag. 

„Ef þeir sem eru með lausan samning vilja  ekki skrifa undir vegna þess að þeir vilja hærri laun, þá verður svo að vera. En hve lengi bíð ég og hve lengi bíða þeir? Ekki lengi því ef ég finn aðra leikmenn sem ég við þá í staðinn. Svo einfalt er það.

 En þeir vita væntanlega hvernig staðan er og bíða þess vegna ennþá með þetta. En það sem er er í gangi er ekki raunhæft fyrir leikmann sem verður 37 ára í sumar," sagði Cotterill og ljóst er að þeim orðum er beint til Hermanns Hreiðarssonar sem verður 37 ára í júlí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert