City í þriðja sætið - Reading leikur til úrslita

Carlos Tévez og Dean Whitehead í baráttu um boltann.
Carlos Tévez og Dean Whitehead í baráttu um boltann. Reuters

Manchester City vann öruggan sigur á Stoke, 3:0, í lokaleik næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Þar með komst City upp fyrir Arsenal í þriðja sæti deildarinnar. Carlos Tévez skoraði tvö af mörkum Manchester-liðsins. Reading hafði betur gegn Cardiff, 3:0, í umspili 1. deildarinnar og mætir Swansea í hreinum úrslitaleik um sæti í úrvalseildinni.

Manchester City - Stoke, 3:0 (leik lokið)

65. MARK!! Carlos Tévez var að koma City í 3:0 með frábæru marki beint úr aukaspyrnu. Hann er nú markahæstur í úrvalsdeildinni ásamt Dimitar Berbatov.

53. MARK!! Varnarmaðurinn Joleon Lescott er búinn að koma City í 2:0. Hann skoraði með skalla eftir aukaspyrnu frá Adam Johnson. Bikarmeistararnir eru á góðri leið með að komast upp fyrir Arsenal í þriðja sæti deildarinnar.

45. Hálfleikur á Manchester Stadium þar sem heimamenn í City er með verðskuldaða forystu, 1:0.

14. MARK!! Manchester City er komið yfir með glæsilegu marki frá fyrirliðanum Carlos Tévez. Hann lék á tvo varnarmenn Stoke og þrumaði knettinum efst upp í markhornið.

Man City: Hart, Richards, Kompany, Lescott, Zabaleta, Adam Johnson, Milner, De Jong, Silva, Toure Yaya, Tevez.
Varamenn: Given, Wright-Phillips, Dzeko, Kolarov, Barry, Vieira, Boyata.

Stoke: Sorensen, Wilkinson, Shawcross, Collins, Wilson, Whitehead, Whelan, Diao, Pugh, Carew, Walters.
Varamenn: Nash, Soares, Jones, Tonge, Delap, Faye, Shotton.

Cardiff - Reading, 0:3 (leik lokið)
- Shane Long 30., 45. (víti), Jobi McAnuff 84.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert