Di Canio langar til West Ham

Paolo Di Canio, fyrir miðju, fagnar Hermanni Hreiðarssyni þegar báðir …
Paolo Di Canio, fyrir miðju, fagnar Hermanni Hreiðarssyni þegar báðir léku með Charlton. Reuters

Paolo Di Canio, Ítalinn sem lék með West Ham við góðan orðstír á árum áður, segir að það sé draumur sinn að koma til félagsins á nýjan leik og hann kveðst vongóður um að fá starf í Englandi innan skamms.

Di Canio, sem er 42 ára, hefur verið orðaður við starf knattspyrnustjóra West Ham eftir að Avram Grant var sagt upp síðasta sunnudag, í kjölfar þess að liðið féll úr úrvalsdeildinni.

„Ég er  viss um að mín framtíð er í Englandi. Það gerist eitthvað á næstu dögum, kannski eitthvað í neðri deildinum. Í enska fótboltanum er mikil tryggð og stolt og ég er nálægt því að fara þangað. England er landið sem ég elska mest hvað fótboltann varðar," sagði Di Canio við Sport Mediaset.

„Ég er mjög dapur yfir falli West Ham.  Þetta félag á sér alltaf stað í hjarta mínu. Það á einstaka stuðningsmenn og ég myndi leggja allt í sölurnar fyrir Wet Ham. Ég er meira að segja með merki félagsins tattóverað á mig," sagði Di Canio sem lék með West Ham frá 1999 til 2003 og skoraði 48 mörk í 118 deildaleikjum fyrir félagið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert