Edwin van der Sar markvörður Manchester United leikur á morgun sinn síðasta deildaleik með liðinu þegar það mætir Blackpool á Old Trafford og af því tilefni mun hann bera fyrirliðabandið í leiknum.
Van der Sar leggur hanskana á hilluna eftir úrslitaleikinn gegn Barcelona í Meistaradeildinni en tilraunir til að fá hann til að halda áfram hafa ekki ekki borið neinn árangur. Hann hefur reynst United ákaflega vel þau sex ár sem hann hefur verið í herbúðum liðsins en Hollendingurinn er orðinn 40 ára gamall.
,,Hann hefur verið frábær í alla staði. Fagmennskan er stórkostleg hjá honum, hann er mikill sigurvegari sem hefur átt magnaðan feril. Hann hefur unnið fjóra titla með okkur og úrslitaleikurinn á Wembley verður hann fimmti úrslitaleikur í Evrópukeppni,“ segir Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United.