Danski sóknarmaðurinn Nicklas Bendtner vill yfirgefa Arsenal í sumar að sögn föður hans sem einnig er umboðsmaður leikmannsins. Bendtner vill spila meira en hann hefur mátt sætta sig við að verma varamannabekkinn hjá Lundúnaliðinu undir stjórn Arsene Wengers.
,,Nicklas er 100% opinn fyrir því að skipta um félag,“ segir Thomas Bendtner faðir Nicklas í viðtali við enska blaðið Daily Mirror í dag. ,,Hann hefur gert upp hug sinn og hefur tjáð Arsenal það. Nicklas þarf að vera í byrjunarliði og því miður þarf hann að yfirgefa Arsenal,“ sgði Thomas.