Zamora valinn í landsliðshópinn

Bobby Zamora.
Bobby Zamora. Reuters

Bobby Zamora framherji Fulham hlaut náð fyrir augum Fabio Capello þegar hann valdi enska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Sviss í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer á Wembley þann 4. júní.

Þetta er í fyrsta sinn síðan í ágúst sem Zamora er í hópnum en hann skoraði fyrir Fulham gegn Arsenal í gær.

Capello valdi 26 manna hóp og í honum er Rio Ferdinand í fyrsta skipti á þessu ári, Michael Carrick er kominn til baka en Wayne Rooney er ekki í honum þar sem hann tekur út leikbann.

Hópurinn er þessi:

Markverðir: Carson, Hart, Stockdale.

Varnarmenn: Baines, Cahill, Cole, Ferdinand, Jagielka, Johnson, Lescott, Terry, Walker.

Miðjumenn: Barry, Carrick, Downing, Johnson, Lampard, Milner, Parker, Walcott, Wilshere, Young.

Sóknarmenn: Bent, Crouch, Defoe, Zamora.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert