Barcelona besta lið Evrópu

Leikmenn Barcelona fagna Evrópumeistaratitlinum árið 2011 eftir sigur á Manchester …
Leikmenn Barcelona fagna Evrópumeistaratitlinum árið 2011 eftir sigur á Manchester United í úrslitaleik 3:1. Reuters

Barcelona vann Manchester United 3:1 í úr­slita­leik Meist­ara­deild­ar Evr­ópu. Barcelona sýndi það í kvöld að þeir eru besta fé­lagslið Evr­ópu. Pedro, Messi og Dav­id Villa skoruðu mörk Evr­ópu­meist­ar­anna en Wayne Roo­ney skoraði eina mark Manchester United.

Staðan í hálfleik var 1:1 en það var aldrei nema fyrstu 10 mín­út­urn­ar sem United hafði roð í spænska liðið.

Pep Guar­di­ola er því bú­inn að jafna Alex Fergu­son þegar kem­ur að titl­um í Meist­ara­deild­inni en báðir hafa þeir unnið tvo titla. Þetta var í annað skiptið á þrem­ur árum sem Barcelona vinn­ur United í úr­slita­leik Meist­ara­deild­ar­inn­ar, í bæði skipt­in með tveim­ur mörk­um. Þeir unnu í Róm árið 2009, 2:0.

Manchester United - Barcelona, 1:3. (Roo­ney 34. - Pedro 27., Messi 54., Villa 69.) 

Fylgst var með gangi mála í beinni texta­lýs­ingu hér fyr­ir neðan.

20.35 Barcelona ger­ir skipt­ingu, Pedro fer af velli en Ibra­him Af­felay kem­ur inná.

20.34 Upp­bót­ar­tím­inn er þrjár mín­út­ur.

20.31 Fyr­irliði Barcelona Car­les Puyol kem­ur inná fyr­ir Dani Al­ves á 88. mín­útu. Sann­kölluð heiðurs­skipt­ing fyr­ir Puyol sem senni­lega var tæp­ur fyr­ir leik­inn. Hon­um er vel fagnað af stuðnings­mönn­um Barcelona á Wembley.

20.29 Barcelona ger­ir breyt­ingu á sínu liði. Marka­skor­ar­inn Dav­id Villa fer af velli á 85. mín­útu og Keita kem­ur inná í hans stað. Þá fékk Victor Valdes gult spjald fyr­ir taf­ir skömmu áður.

20.28 Nani á ágæta til­raun fyr­ir utan víta­teig­in en bolt­inn fram­hjá mark­inu.

20.26 Það verða að öll­um lík­ind­um stuðnings­menn Barcelona sem fagna í kvöld því þegar 6 mín­út­ur eru eft­ir af venju­leg­um leiktíma þá spila leik­menn Barcelona sín á milli og United nær ekki að skapa sér nein færi.

20.23 Gult. Ant­onio Valencia fær gult spjald á 79. mín­útu fyr­ir ít­rekuð brot.

20.22 Ryan Giggs vill fá víta­spyrnu þegar bolt­inn fer greini­lega í hönd Dav­id Villa. Líkt og í fyrri hálfleik þegar bolt­inn fór í hönd­ina á Evra var þetta af stuttu færi og lík­lega ger­ir dóm­ar­inn rétt með því að sleppa þessu enda hend­in meðfram síðunni.

20.19 Alex Fergu­son ger­ir aðra breyt­ingu á sínu liði á 77. mín­útu. Paul Scho­les kem­ur inná í stað Michael Carrick. Gæti verið síðasti leik­ur Scho­les fyr­ir United.

20.12 Mark! - 1:3. Dav­id Villa kem­ur Barcelona í 3:1 og nú eru úr­slit­in nán­ast ráðin miðað við gang leiks­ins hingað til þar sem United hef­ur átt erfitt með að halda bolt­an­um inn­an liðsins. Villa fékk send­ingu frá Sergio Busqu­ets út fyr­ir teig­inn og í kyrr­stöðu frá víta­teigs­bog­an­um miðjum smellti hann bolt­an­um efst í blá­hornið. Glæsi­legt mark á 69. mín­útu, strax í kjöl­far skipt­ing­ar­inn­ar hjá United!

20.12 Fyrsta skipt­ing­in hjá United, Fabio kem­ur af velli á 69. mín­útu en Nani kem­ur inná.

20.09 Enn eru það leik­menn Barcelona sem halda Van der Sar við efnið. Að þessu sinni var það Xavi sem skaut að marki fyr­ir utan víta­teigs­bog­ann miðjan en Van der Sar ver bolt­ann í horn. Í kjöl­farið átti Iniesta skot sem Hol­lend­ing­ur­inn greip í mark­inu. Það eru 67 mín­út­ur liðnar og tím­inn vinn­ur með Barcelona sem eru langt frá því að vera hætt­ir að sækja. Hlít­ur að fara að koma að skipt­ingu hjá Alex Fergu­son knatt­spyrn­u­stjóra Manchester United.

20.08 Messi á aðra til­raun að marki United nú með hæln­um af markteig eft­ir góða send­ingu frá Al­ves á hægri kannt­in­um en Fabio bjarg­ar á línu.

20.06 Li­o­nel Messi held­ur áfram að ógna marki United. Nú átti hann skot af stuttu færi inn­an víta­teigs sem Van der Sar náði að verja.

20.04 Gult. Michael Carrick fær annað gula spjald leiks­ins á 61. mín­útu leiks­ins fyr­ir brot á Andrés Iniesta.

20.03 Gult. Dani Al­ves fær fyrsta gula spjaldið í leikn­um fyr­ir brot á Evra á 60. mín­útu.

19.57 Mark! - 1:2 Li­o­nel Messi skor­ar fyr­ir Barcelona á 54 mín­útu, hans fyrsta á enskri grundu. Hann fékk bolt­ann fyr­ir utan víta­teig og eng­inn varn­ar­maður United sótti að hon­um. Hann nýtti sér það eins og hon­um er lík­ast til og smellti bolt­an­um hægra meg­in við Van der Sar í marki United. Ótrú­leg varn­ar­vinna hjá United sem hef­ur ekki sýnt af sér svona kæru­leysi fyrr í leikn­um.

19.55 Barcelona fékk fínt færi á 52. mín­útu þegar Dani Al­ves komst einn fram hægri kannt­inn og að mark­inu en Van der Sar varði vel í mark­inu. Bolt­inn barst til Messi sem náði ekki að koma skot­inu á markið held­ur skallaði varn­ar­maður United hann í burtu.

19.50 Nú pressa Barcelona og fá aðra horn­spyrnu.

19.49 Barcelona byrjaði með bolt­ann og fékk strax horn­spyrnu.

19.48 Seinni hálfleik­ur úr­slita­leiks Meist­ara­deild­ar Evr­ópu hef­ur verið flautaður á af ung­versk­um dóm­ara leiks­ins sem stóð sig vel í fyrri hálfleik.

Hálfleik­ur staðan er 1:1. United byrjaði þenn­an leik bet­ur en síðan tóku leik­menn Barcelona öll völd á vell­in­um og komust yfir með marki frá Pedro á 27. mín­útu. Aðeins sjö mín­út­um síðar jafnaði Wayne Roo­ney met­in fyr­ir United og þeir geta verið sátt­ir með stöðuna í hálfleik því eft­ir markið hef­ur Barcelona átt tvö ágæt færi.

19.30 Dauðafæri hjá Barcelona, Messi fer fram miðjuna og plat­ar Vidic. Send­ir síðan bolt­ann til hægri þar sem Dav­id Villa reyn­ir aft­ur að koma hon­um fyr­ir á Messi sem hélt hlaup­inu áfram en hann nær ekki til bolt­ans. Spurn­ing hvort Villa hefði ekki hrein­lega átt að skjóta á markið.

19.25 Eft­ir markið hafa leik­menn Barcelona átt tvö lang­skot að marki United en Edw­in van der Sar vand­an­um vax­inn í mark­inu.

19:21 Mark! - 1:1. Wayne Roo­ney er bú­inn að jafna met­in fyr­ir Manchester United á 34. mín­útu. Barcelona átti þá innkast á sín­um vall­ar­helm­ingi vinstri meg­in. United vann hins­veg­ar bolt­an á miðjum vall­ar­helm­ingn­um og Roo­ney tók þó gott þrí­hyrn­ings­spil við Carrick og hélt að teign­um, sendi bolt­ann á Giggs sem kom hon­um aft­ur út á Roo­ney. Hann smellti svo bolt­an­um í fjær hornið af víta­teigs­lín­unni með hægri fæti. Glæsi­lega gert en þetta var svo sann­ar­lega óvænt og ekk­ert sem bennti til þess að þeir væru að fara að jafna met­in. Nú fáum við al­vöru leik!

19:14 Mark! - 0:1 Pedro skor­ar fyr­ir Barcelona eft­ir frá­bæra send­ingu frá Xavi. Hann sendi bolt­ann út til hægri þar sem Pedro tók eina snert­ingu, laggði hann fyr­ir sig og skoraði á nær hornið. Edw­in van der Sar réð ekki við flott skot hans. Markið á 27. mín­útu en það lág í loft­inu enda Barcelona búið að pressa stíft síðustu mín­út­urn­ar.

19.06 Dav­id Villa með skot frá víta­teigs­bog­an­um en það rétt fram­hjá. Barcelona er að taka öll völd á vell­in­um. Skömmu síðar á hann svo aft­ur skot eft­ir send­ingu frá Xavi sem Van der Sar ver vel og held­ur bolt­an­um.

19.02 Barcelona á hættu­leg­asta færi leiks­ins það sem af er. Eft­ir tæp­ar fimmtán mín­út­ur af þess­um leik. Andrés Iniesta sendi þá bolt­ann fyr­ir markið frá hægri og Pedro stakk sér fram fyr­ir varn­ar­menn United en skaut fram­hjá af markteig. Ótrú­legt að sjá hann klúðra úr svona færi! 

19.00 Síðustu mín­út­urn­ar hafa leik­menn Barcelona fengið að spila meira sína knatt­spyrnu og eru í kjöl­farið hættu­legri en þeir voru í upp­hafi. Þá fór bolt­inn í hend­ina á Pat­rice Evra varn­ar­manni United eft­ir horn­spyrn­una en það af stuttu færi og ekki víst að dóm­ar­inn hafi séð það.

18.57 Fyrsta horsn­pyrna leiks­ins er Barcelona.

18.54 Javier Hern­and­ez minn­ir á sig og á skot yfir markið en aðstoðardóm­ar­inn var bú­inn að flagga rang­stöðu. Flott send­ing engu að síður frá Carrick og United byrj­ar þetta af miklu meiri krafti.

18.50 Þegar fimm mín­út­ur eru liðnar af leikn­um er enn marka­laust. United byrj­ar þó af meiri krafti og pressa leik­menn Barcelona.

18.45 Leik­ur­inn er haf­inn og United byrj­ar með bolt­ann.

18.41 Fjór­ar mín­út­ur í að stærsti leik­ur árs­ins hefj­ist.

18.33 Þrátt fyr­ir að hafa spilað 627 mín­út­ur í Meist­ara­deild Evr­ópu á enskri grundu hef­ur Li­o­nel Messi ekki enn náð að skora á Englandi. Ótrú­leg staðreynd hjá ein­um besta knatt­spyrnu­manni heims.

18:16 Fergu­son lét eft­ir­far­andi hafa eft­ir sér hjá ITV sjón­varps­stöðinni um þá ákvörðun að hafa ekki Dimit­ar Ber­batov á bekkn­um í það minnsta. „Þetta er versti hlut­inn. Það ætti að hafa 11 vara­menn í úr­slita­leikn­um. Þetta er erfitt og skelfi­legt að þurfa að taka þessa ákvörðun. Við þurft­um að meta hvað við þyrft­um að hafa fyr­ir þenn­an leik og ég ákvað að við þyrft­um þrjá miðju­menn [á bekk­inn].“
Samt sem áður vek­ur at­hygli að Owen er á bekkn­um í stað Ber­batov.

17.54 Vegna meiðsla þarf fyr­irliði Barcelona, Car­les Puyol að byrja á bekkn­um. Javier Mascherano kem­ur í miðvarðastöðuna í hans stað og Abi­dal verður í vinstri bakverði.

17.50 Lið Manchester United: Van Der Sar, Fabio ,Fer­d­inand, Vidic, Evra; Valencia, Carrick, Giggs, Park; Roo­ney, Hern­and­ez.
Vara­menn: Kuszczak, Small­ing, Fletcher, Scho­les, And­er­son, Nani, Owen

Lið Barcelona: Valdes; Al­ves Mascherano Pique Abi­dal; Xavi, Busqu­ets Iniesta; Pedro, Messi, Villa.
Vara­menn: Oier, Puyol, Boj­an, Keita, Afellay, Adriano, Thiago

Vikt­or Kassai frá Ung­verjalandi dæm­ir leik­inn og Geir Þor­steins­son formaður Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands er eft­ir­litsmaður.

Lionel Messi fagnar eftir að boltinn lá í netinu og …
Li­o­nel Messi fagn­ar eft­ir að bolt­inn lá í net­inu og annað mark Barcelona staðreynd. Reu­ters
Wayne Rooney þrumar boltanum í netið á 34. mínútu.
Wayne Roo­ney þrum­ar bolt­an­um í netið á 34. mín­útu. Reu­ters
Wayne Rooney (t.h.) og Patrice Evra fagna marki þess fyrrnefnda.
Wayne Roo­ney (t.h.) og Pat­rice Evra fagna marki þess fyrr­nefnda. Reu­ters
Pedro fagnar marki sínu sem kom Barcelona í 1:0.
Pedro fagn­ar marki sínu sem kom Barcelona í 1:0. Reu­ters
Lionel Messi hefur ekki fengið neinn frið frá Ji-sund Park.
Li­o­nel Messi hef­ur ekki fengið neinn frið frá Ji-sund Park. Reu­ters
Um þennan bikar berjast Manchester United og Barcelona í kvöld.
Um þenn­an bik­ar berj­ast Manchester United og Barcelona í kvöld. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert