Gunnar semur við Ipswich

Gunnar Þorsteinsson í leik með 3. flokki Grindavíkur.
Gunnar Þorsteinsson í leik með 3. flokki Grindavíkur.

Gunnar Þorsteinsson, 17 ára gamall leikmaður úr Grindavík, mun í næsta mánuði skrifa undir tveggja ára samning við enska 1. deildar liðið Ipswich Town.

Gunnari var boðið til æfinga hjá liðinu í vikutíma í vetur og í kjölfarið óskaði félagið eftir að fá hann aftur út til skoðunar og var hann hjá liðinu við æfingar á dögunum.

Gunnar hefur greinilega hrifið forráðamenn enska liðsins því þeir buðu honum samning sem hann hefur ákveðið að taka. Búið er að ganga frá öllum pappírunum og mun hann skrifa undir samning við Ipswich í lok næsta mánaðar og hefja þá um leið undirbúningstímabilið með liðinu.

,,Þetta er virkilega spennandi og þetta er eitthvað sem mann hefur dreymt um að gera,“ sagði Gunnar við Morgunblaðið í gær.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert