Ferguson: Barca þeir bestu

Sir Ferguson á Wembley í gær.
Sir Ferguson á Wembley í gær. Reuters

Sir Alex Ferguson, sigursælasti knattspyrnustjóri enskrar knattspyrnu, sparaði ekki stóru orðin þegar hann gerði upp leikinn á Wembley í gær. Ferguson sagði lið Barcelona það besta sem lið Manchester United hefði mætt.

„Ég bjóst við að okkur myndi ganga betur en þeir eru besta lið sem við höfum nokkrum sinnum leikið á móti. Þeir eru á hátindi ferils síns sem lið,“ sagði Sir Ferguson í samtali við The Sun.

„Við lutum í gras - og það er engin önnur leið til að lýsa kvöldinu - gegn betra liði,“ sagði Sir Ferguson.

„Þeir eiga það skilið vegna þess að þeir leika á réttan hátt og njóta leikstíls síns,“ sagði Sir Ferguson um Spánarmeistarana.

Stoltið segir leynir sér ekki á vef Barcelona en þar segir að Katalóníumennirnir hafi boðið upp á knattspyrnu í úrslitum meistaradeildarinnar sem aldrei hafi sést áður.

Bresku blöðin eru líka hástemmd og má nefna að á vef breska útvarpsins, BBC, og Daily Telegraph sagði að himinn og haf hefði skilið liðin að.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert