Ívar hættur hjá Reading

Ívar Ingimarsson leiðir sína menn í Reading inná völlinn.
Ívar Ingimarsson leiðir sína menn í Reading inná völlinn. www.readingfc.co.uk

Ívar Ingimarsson er hættur hjá enska knattspyrnufélaginu Reading eftir að hafa leikið þar í hálft áttunda ár og lengi verið fyrirliði liðsins sem missti naumlega af sæti í úrvalsdeildinni í vor.

Ívar, sem er 33 ára gamall, lék 281 leik með Reading og skoraði 12 mörk. Þar af voru 74 leikir og 4 mörk í úrvalsdeildinni þegar Reading lék þar á árunum 2006-2008 en hann missti aðeins af tveimur af 76 leikjum liðsins þar. Hann er annar leikjahæsti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi hvað deildaleiki varðar en Ívar spilaði sinn 500. leik í vetur.

„Ívar hefur verið frábær leikmaður fyrir félagið en því miður getum viðekki lengur  tryggt honum fast sæti í liðinu. Hann er enn ólmur í að spila og það er mikilvægt fyrir hann. Ívar var lykilmaður á besta kaflanum í sögu félagsins og stuðningsmenn okkar vita vel hvert framlag hans var til okkar. Hann er frábær maður, er til fyrirmyndar á allan hátt og ég er viss um að han ná enn mörg ár eftir í fótboltanum. Það er erfitt að sjá á bak mönnum eins og Ívari en svona er fótboltinn og við óskum Ívari alls hins besta. Hann er ávallt velkominn hér," sagði Nick Hammond, yfirmaður knattspyrnumála hjá Reading, á vef félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert