Tevez má fara frá City

Carlos Tevez með eitt af börnum sínum sem toga í …
Carlos Tevez með eitt af börnum sínum sem toga í hann til heimalandsins, Argentínu þar sem þau eru búsett. Reuters

Argentíski framherjinn og fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Manchester City, Carlos Téve,z má yfirgefa félagið þegar hann vill að eigin sögn. Mikil umræða hefur verið um Tévez og hugsanlegt brotthvarf hans frá City. Þá hefur hann einnig rætt þann möguleika að hætta alfarið knattspyrnuiðkun þrátt fyrir frekar ungan aldur.

Forráðamenn City hafa tvisvar á hálfu ári boðið honum samning en Tevez segir að eigandi félagsins, Sheikh Mansour hafi boðið honum leið út. „Hann hefur fórnað miklu til að halda mér hjá City og ef ég verð áfram hjá félaginu verður það út af honum. Hann keypti mig, hann vill halda mér en að sama skapi hefur hann sagt mér að gera allt til að vera ánægður.“

Greinilegt er að Mansour er alvara. „Hann hefur sagt mér að ef ég vilji fara geti ég farið. Það er enginn tímamörk á því, það er allt undir mér komið,“ sagði Tévez sem bað um að vera seldur frá félaginu fyrir sex mánuðum eftir ósætti við stjórnarmenn félagsins.

„Ég sé ekki eftir því að hafa beðið um sölu þá. Það kom upp staða sem meðlimir í stjórn félagsins bjuggu til. Þeir lofuðu hlutum sem þeir stóðu ekki við. Ég tala aldrei aftur við það fólk heldur fara samskipti mín aðeins í gegnum Sheikh Mansour.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert