Evrópumeistarar Barcelona hafa sett sig í samband við Arsenal vegna mögulegra kaupa á fyrirliðanum Cesc Fabregas en Peter Hill-Wood, stjórnarformaður enska félagsins, staðfesti þetta við Daily Mirror í dag.
„Já, þeir hafa rætt við okkur um Cesc. Þeir hafa verið í sambandi. Enn sem komið er hafa þeir þó ekki gert tilboð og við viljum ekki láta hann fara. En hann er frá Barcelona svo það væri skiljanlegt ef hann vildi fara þangað aftur. En þeir hafa ekki gert okkur tilboð enn sem komið er," sagði Hill-Wood.
Hann staðfest jafnframt að Arsenal myndi kaupa leikmenn í sumar. "Stjórinn hefur peninga til umráða," sagði stjórnarformaðurinn.