Boas færist nær Chelsea - Hafa augastað á Falcao

Andre Villas-Boas fagnar sigri með Porto í Evrópudeild UEFA.
Andre Villas-Boas fagnar sigri með Porto í Evrópudeild UEFA. Reuters

Það stefnir allt í að hinn 33 ára gamli Andre Villas-Boas þjálfari Porto taki við knattspyrnustjórastarfinu hjá Chelsea og framherjinn Falcao komi einnig til Lundúnaliðsins frá portúgalska félaginu.

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag eð Roman Abramovich eigandi Chelsea hafi samþykkt að greiða Porto rúmar 13 milljónir punda, 2,5 milljarða íslenskra króna, fyrir að leysa Andre Villas undan samningi og með þessari upphæð er Abramovich að slá nýtt heimsmet en svo há upphæð hefur ekki verið greidd fyrir þjálfara.

Og sterkur orðrómur er í gangi að Abramovich sé reiðubúinn að punga út 26,5 milljónum punda til viðbótar, um 5 milljörðum króna, fyrir kólumbíska framherjann Falcao sem sló í gegn á leiktíðinni en hann skoraði 17 mörk í Evrópudeildinni þar sem Porto fagnaði sigri.

Varnarmaðurinn Alvaro Perreira skrifaði á Twitter síðu sína í gærkvöldi; „Andre Villas-Boas fór til Chelsea. Abramovich tók stjórann okkar. Við verðum að taka þjálfaranum fyrir alla vinnuna og titlana sem hann vann með liðinu. “

ndir stjórn Villas-Boas vann Porto deild og bikar í Portúgal í vetur og sigraði síðan í Evrópudeild UEFA.

Villas-Boas kannast við sig á Stamford Bridge því hann var aðstoðarmaður Josés Mourinhos þegar hann var knattspyrnustjóri Chelsea, og fylgdi honum hjá Porto, Chelsea og Inter, en tók síðan sjálfur við liði Porto árið 2009.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert