Hamann ráðinn knattspyrnustjóri

Dietmar Hamann í leik með Manchester City.
Dietmar Hamann í leik með Manchester City. Reuters

Þjóðverjinn Dietmar Hamann var í dag ráðinn knattspyrnustjóri Stockport County sem féll úr D-deildinni á síðustu leiktíð eftir 105 ára samfellda veru í deildakeppninni á Englandi.

Hamann þekkir vel til á Englandi en hann lék með úrvalsdeildarliðunum Newcastle, Liverpool og Manchester City og á síðustu leiktíð var hann í þjálfarateymi Leicester City undir stjórn Svíans Sven Göran Eriksson.

Hamann lék á sínum tíma 62 landsleiki fyrir Þýskaland á árunum 1997 til 2006 og var í Evrópumeistaraliði Liverpool árið 2005. Verkefni hans er að koma Stockport aftur uppí deildakeppnina en liðið leikur í úrvalsdeild utandeildaliðanna á komandi vetri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert