Everton vill mun hærri upphæð frá Arsenal

Phil Jagielka í leik gegn Man. City á síðustu leiktíð.
Phil Jagielka í leik gegn Man. City á síðustu leiktíð. Reuters

Everton hafnaði í vikunni 10 milljóna punda tilboði Arsenal, jafnvirði 1,9 milljarða íslenskra króna, í varnarmanninn Phil Jagielka.

Samkvæmt Mirror og fleiri miðlum vilja Everton-menn mun hærri upphæð og er fullyrt á heimasíðu Mirror í dag að Everton vilji að minnsta kosti 20 milljónir punda fyrir Jagielka.

Everton hafnaði 12 milljóna punda boði Arsenal í kappann á síðustu leiktíð og ljóst að hann hefur ekki fallið í verði síðan þá að mati Everton-manna.

Talið er að Arsenal muni nú beina sjónum sínum annað og eru Gary Cahill hjá Bolton og Christopher Samba hjá Blackburn nefndir í því sambandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert