Torres: Ég mun skora

Fernando Torres.
Fernando Torres. Reuters

Fernando Torres framherji Chelsea segir að stuðningsmenn félagsins þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af markaleysi hans á komandi leiktíð. Torres náði aðeins að skora eitt mark í 18 leikjum Lundúnaliðsins á síðasta tímabili en sem kunnugt er keypti Chelsea hann frá Liverpool á 50 milljónir punda.

,,Ég er 27 ára. Hafið ekki áhyggjur. Ég mun ekki gleyma því hvernig á að skora. Ég mun skora mörk og komandi tímabil verður mjög gott hjá mér. Ég er í ágætu formi og við höfum miklar væntingar til tímabilsins sem fram undan er,“ sagði Torres við fréttamenn í Hong Kong í gær.

Chelsea er í keppnisferð í Asíu og hefur Torres ekki náð að finna netmöskvana í fyrstu tveimur leikjum liðsins í ferðinni. Stuðningsmenn Chelsea hafa ekki verið sáttir við frammistöðu Spánverjans en hann ætlar sér stóra hluti sem og allt lið Chelsea undir stjórn nýs Andre-Villas Boas.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert