Manchester City hyggst selja kantmanninn knáa Shaun Wright-Phillips og að því er heimildir Sky Sports herma hefur City gefið Bolton, Wigan og Sunderland leyfi til að ræða við leikmanninn.
Shaun Wright-Phillips kom til City frá Chelsea fyrir þremur árum. Tækifærum hans með Manchester-liðinu hefur farið fækkandi með hverju árinu og á síðustu leiktíð mátti hann sætta sig við að vera mikið utan liðsins.
Margir nýir leikmenn hafa bæst í hóp City undir stjórn Roberto Mancini og leikmaðurinn sjálfur hefur látið hafa eftir sér að líklega væri það best fyrir sig að róa á önnur mið.